Rétt hjá þér. Varast ber þó að kenna Nexus um ástandið. Þeir eru bara að selja það sem selst, og ástæða minnkandi hillupláss sem lagt er undir spunaspil er ekki illkvittni Nexusmanna, heldur einfaldlega það að þau seljast ekki eins vel og aðrar vörur verslunarinnar. Minnkandi sala og áhugi á spunaspilum er ekki eitthvað sem hefur bara verið að gerast í Reykjavík, eða á Íslandi, heldur er þetta nokkuð sem hefur herjað á greinina einsog hún leggur sig. Þó er það svo, einsog ég minnist á...