6.kafli. Í Skástræti Við Lucas gengum eftir stígnum sem lá beint áfram. Fólk var að ganga fram og til baka til þess að komast í búðir og krakkar skoðuðu í búðarglugga. Á stígnum voru líka básar með einhverjum hlutum. Ég reyndi að líta í hverja einustu búð en Lucas gekk bara beint áfram. ,,Gæti ég fengið að skoða í búðunum?” Spurði ég. ,,Þú verður að hafa peninga fyrst.” ,,En ég er með peninga á mér” sagði ég og tók upp veskið mitt. ,,Nei, við galdrafólkið notum ekki muggapeninga, við notum...