Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Mannlegur?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Vissulega fæddist Tom Riddle mennskur, en sem barn fékk hann aldrei neina ástúð. Hann hefur aldrei vitað hvað það er að vera virkilega elskaður. Pabbi hans yfirgaf mömmu hans þegar hann frétti að hún væri norn og mamma hans dó þegar hann fæddist. Hann var þá sendur á milli munaðarleysingjahæla og á flestum slíkum er ekki mikið um ástúð og umhyggju (allavegana ekki í sögunum). Þar er yfirleitt allt of mikið af börnum til að hægt sé að elska þau öll. Barn sem aldrei finnur að það sé elskað...

Re: Hlutur Alans Lee í Hringadróttinssögu

í Tolkien fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Það var John Howe! Báðir frábærir listamenn. Alveg meiriháttar að þeir skildu báðir vera með í gerð myndanna.

Re: Longbottom story

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Neville sagði frá Algie frænda í fyrstu bókinni. En það vantar að amman er alltaf með hatt sem lítur út eins og hrægammur. Eða hvort það er uppstoppaður hrægammur á honum.

Re: loksins fluttur, aðdáendaspuni með spoilerum

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ætli það yrði ekki Þ fyrir Þurs? En jú, Cho er ári eldir en Harry. Gaman að þessu samt!

Re: Herrann snýr aftur ( Fanfic) 4 kafli

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Víst var úrslitaleikur þetta ár, sá stærsti í allri sögunni, The World Cup! Gaman að þessari sögu endilega haltu þessu áfram. Er reyndar bara búin að lesa kafla 3 og 4 verð að fara að leita að hinum hér í gömlum greinum. En það er mjög gaman að þessu hjá þér. Kveðja Tzip

Re: "Death Clues..."

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
En samt sagði Dumbledore í 3. bóikinni að nú hefði Trelawny loksins komið með annan raunverulegan spádóm. Hinn var þá sá sem hún sagði um Voldemort og Harry/Neville. Dumbledore virðist alla vegana ekki trúa á það sem hún er að kenna. Hún virðist nú vera óttalega fake.

Re: Smá pælingar...

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Já Snape lét hana fá gervi-veritaserum. “en væri þá ekki hægt að nota það á fangana í Azkaban þegar það var fundið upp?” -Ég held að enginn vilji hugsa um fangana á Azkaban lengur. Miðað við viðbrögð Fudge og félaga held ég að allir vilja gleyma þessum tíma og ekkert að vera að vekja upp gömul mál.

Re: U vs S

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
100% sammála þessu. Umbridge var bara vond og ekkert meira um það. Snape er miklu heilsteyptari karakter sem heldur manni alltaf á verði.

Re: Once more with feeling WOW!

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hreint út sagt brillíant þáttur! - Frá upphafi til enda! Mér fannst nú best af öllu að þau skildu öll syngja sjálf, en ekki fá aðra til þess í staðin. Vissulega voru sumir betri en aðrir og þessir aðrir ekkert endilega góðir, en þeir fá stórt prik fyrir effort. Ég er sammála þér með Töru, hún er æðisleg söngkona, en mér fanst Spike virkilega flottur líka. Hann kom mér mjög á óvart. Tara og Giles voru lang flottust en þar á eftir fannst mér Spike. Buffy var nú ekkert spes, að mínu mati, en...

Re: died

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég forðaðist allt umtal um bókina svo að ég vissi ekki að einhver ætti að deyja. En þegar ég var komin þar sem þau voru á Theströllunum á leiðinni í M.O.M. var ég spurð “ertu sá sem á að deyja dáinn?” Ég varð ekkert smá svekkt! Þá hélt ég vitanlega að það væri Sirius, en svo þegar allt fór í gang þarna í M.O.M. varð ég alveg ringluð. Er samt mjög svekkt yfir því að Sirius sé dáinn, trúi því ekki alveg. Er eiginlega alveg furius við Rowling að hafa drepið hann. Er enn að halda í vonina um að...

Re: Mr. Tibbles og Mr. Prentice

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég er alveg sammála því, það er eitthvað gruggugt við Skakklappa (heitir hann það ekki á Íslensku?)Þessi köttur hefur alltaf verið svoldið skrítinn. Hann gæti verið svona familiar, eða þá að hann er líka svona animagus, svipað og Wormtail, er bara í felum. Ég treysti honum ekki alveg.

Re: Best?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
En svona án gríns, heitir Mad-Eye Moody Skröggur Illauga? he he he Fyndið

Re: Best?

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ekki í fimmtu bókinni

Re: Enn um Thestrals.

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Harry sá ekki Cedric deyja. Hann verkjaði svo í örið að hann sá ekki neitt. Hann heyrði bara rödd í fjarska segja “Avada Kedavra” og sá svo grænan blossa. Síðan heyrði hann eitthvað þungt lenda við hlið sér og þegar hann svo leit upp var Cedric dáinn við hlið hans. Mér finnst þetta með Thestralana allt hið skrítnasta mál. Hann hefði átt að sjá þá strax á fyrsta árinu út af foreldrum sínum. Í þriðju bókinni þegar Dementorarnir komu mundi hann eftir dauða þeirra, svo það hefði átt að duga, þó...

Re: Snape og Occlumency

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
En Harry komst inn í hugsanir hans, þá ættu Voldemort og Dumbeldore að geta það.

Re: Smá pælingar...

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Var veritaserum til þá? Er það ekki bara einhver tiltölulega ný uppfinning? Og er ekki hægt að svindla á því? Það átti nú að nota það á Harry hjá professor Umbridge, en hann komst undan því. Ég er aftur á móti mjög spennt fyrir sögunni á bak við Snape, og bók 5 gerði ekkert nema að vekja meiri spennu og fleiri spurningar. Hvað varðar Hagrid og Snape held ég bara að Snape finnist hann yfir Hagrid hafinn og sé ekkert að eyða of miklu púðri í hann. Hagrid aftur á móti veit söguna á bak við...

Re: Bara fyrir fólk sem hefur lesið 5 bókina !

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
En getur ekki verið að þeir finni einhverja leið til að ná honum aftur til baka í gegn um þetta hlið? Ein sem heldur í vonina.

Re: Snape fleip

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
já ég er sammála því En hvert fer Snape alltaf til að fá upplýsingar? Hvað er málið með hann. Nú vissu allir að Snape var uppljóstrari því það kom fram við réttarhöldin yfir Karkaroff, eða var það ekki? Svo hann getur ekki verið að fara til baka, hvert er þá hans hlutverk í Fönix reglunni?

Re: hmmmmmmmm

í Harry Potter fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég vil að Harry verði kennari. Hann er ekkert að fá nógu góðar einkunnir til að verða auror. En hann var mjög góður kennari í D.A. Ég held líka að þegar þeir ljúki námi verði Voldemort dauður og ekki eins mikil þörf fyrir aurors. Harry verður þá kennari og endar svo á að taka við stöðu Dumbeldors. Þannig myndi ég allavegana vilja sjá þetta fara.

Re: Saga Spikes

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 6 mánuðum
James Marsters það er líka hægt að finna allt um alla leikara og pretty much allt um þættina á http://www.buffyguide.com/

Re: Saga Spikes

í Spenna / Drama fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mér finnst Spike algert æði!!! En þau fara bara alltaf svo illa með hann. Gefa honum svo sjaldan tækifæri. Tzip

Re: Afhverju er Rúv ekki svona flott á því?

í Söngvakeppnir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Jah… ég fór nú á brilliant Eurovision show á Brodway hérna um daginn. Þar virtist fólk nú vera að fíla þetta í botn. Þannig að hver veit nema að það sé nú bara ágætis markaður fyrir þetta hérlendis líka. Þetta áhugamál virðist líka vel sótt. Málið er bara að það fíla flestir eitthvað við eurovision en þora bara ekki að viðurkenna það. Annars er að verða meira um það núna að fólk þori að viðurkenna að því finnist þetta skemmtilegt. Ég fíla þetta allavegana í botn. Tzip

Re: Tvær mömmur

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég myndi allavegana ekki taka eitt og skilja hin eftir. Hún virðist eiga nóg til að geta hjálpað þeim öllum og þar með talið mömmu 1.

Re: pabbahelgar sem ég treysti ekki

í Börnin okkar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Barnið á rétt á hamingjusömu, áhyggjulausu lífi. Hann getur ekki endilega gefið henni það. Ef hann er á einhvern hátt að koma illa fram við hana, sinna henni illa, hræra í hausnum á henni og segja henni að pabbi hennar (sá sem þú ert með núna og hegðar sér eins og pabbi) sé eitthvað slæmur og leiðinlegur hefur hann engann rétt á að umgangast barnið eða kalla sig föður hennar. Það getur haft mjög slæm áhryf á barn þegar einn aðilli sem því þykir vænt um talar illa um hennar nánustu. Barnið...

Re: Hverfið mitt =)

í The Sims fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Svo er líka mjög gott að láta tvo einstaklinga í sitthvort húsið, láta þá verða ástfangna, með því að flakka á milli þeirra. Fyrst stjórna öðrum og svo hinum o.s.frv. þar til þau verða ástfanginn þá læturðu þann sem býr í betra húsinu biðja hins. Hinn síðari flytur þá inn með alla sína peninga, börn og allt. Þá færðu meiri penging án þess að svindla. Þetta getur tekið töluverðan tíma en er gaman. Tzip p.s. svo er auðveldast að láta karl og konu af sama litarhætti verða ástfanginn. Það er...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok