Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Tyrone
Tyrone Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
154 stig

Re: Ozzy Osbourne - Lokakaflinn

í Metall fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Frábærar greinar hjá þér Notoriuz! Mjög fróðlegar og skemmtileg lesning. Ég verð að vera sammála Muad'Dib, endilega skrifa næst um Led Zeppelin. Og svo værir líka gaman að fá greinar um Metallica, Deep Purple, Jimmy Hendrix, Doors, …

Re: Olíubrennsla...

í Bílar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það eru því miður ekki til nein bætiefni til að laga svona. Ef bíllinn er sannarlega farinn að brenna olíu (blár reykur úr pústinu) þá er lítið að gera nema senda bílinn í viðgerð. Mögulegar orsakir eru: ónýt hedd pakkning, ónýtir stimpilhringir, skemmd (sprungin blokk) … En þetta eru allt saman viðgerðir sem þarf verkstæðisaðstöðu til að framkvæma. Ef þú ert heppinn þá þarf þetta ekki að vera svo dýrt, en þó mundi ég alltaf búast við nokkrum tíuþúsund köllum :-/

Re: Geimferðastofnun Íslands.

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mig hefur lengi langað að kaupa mér svona kit, en bara aldrei drifið mig í því. Svo veit maður nottla ekkert hvað yrði gert við þetta í tollinum, ekkert víst að þeim lítist neitt á að maður sé að panta sér eldfluaugar í pósti. Ég hef sjálfur soldið verið að dunda mér við að smíða flugelda, en lítið búið til rakettur. Aldrei haft eldsneitið í það, og aldrei drifið mig í að blanda það sjálfur. En endilega skrifaðu grein um þetta, það væri gaman að lesa eitthvað á íslensku um þetta til tilbreytingar.

Re: Sólmyrkvi

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Smá leiðréttingar. Hringmyrkvar eru um það bil jafn algengir (eða sjaldgæfir) og almyrkvar. Almyrkvar eru í raun mun merkilegri og flottari en hringmyrkvar því þá sést kóróna sólarinnir í allri sinni dýrð. Ekki er unnt að sjá kórónuna þegar hringmyrkvi verður vegna þess að brún sólarinnar sem sést utan við tunglröndina er allt of björt til að hægt sé að greina hana. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur tekið saman góða upplýsingasíðu um hringmyrkvann 31. maí. Hana má finna hér: <a...

Re: Ég skammast mín

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mér finnst nú annað verra við könnunnina, og það er að möguleikarnir eru ekki já og nei, heldur stendur: “já, umferðaröryggi er æðra ljósmengunar:” En nú hefur reynslan sýnt okkur (Reykjanesbrautin) að umferðaröryggi eykst ekki við að lýsa upp götur. Ég svaraði því þessari könnun að sjálfsögðu neitandi, enda græðir enginn á því að lýsa upp Hellisheiðina (nema verktakinn sem fær hnossið).

Re: WRX kominn á Bílahöllina!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
ekinn 5 þúsund km! það er ekki einusinni búið að tilkeyra hann hvað þá meir. Líkaði þér svona illa við hann eða hvað? Gull fallegur bíll samt sem áður. Vildi að ég ætti peningana :~/

Re: WRX kominn á Bílahöllina!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
ekinn 5 þúsund km! það er ekki einusinni búið að tilkeyra hann hvað þá meir. Líkaði þér svona illa við hann eða hvað? Gull fallegur bíll samt sem áður. Vildi að ég ætti peningan :~

Re: wallpapers

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hér eru <a href="http://oposite.stsci.edu/pubinfo/pictures.html">Hubble</a> myndir. http://oposite.stsci.edu/pubinfo/pictures.html

Re: Ný pláneta fundin!?!

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þessi pláneta er nú ekki í sólkerfinu okkar, en greinin er engu að síður áhugaverð. Ef þig vantar lesefni, þá get ég hiklaust mælt með Sky&Telescope, en þú virðist nú þegar vita af því. Þú getur keypt það í lausasölu í Máli og menningu, og séð hvernig þér líkar það og svo er bara að panta áskrift.

Re: Rolls Royce á Íslandi

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hann er einmitt til sölu núna. Bara punga út 3.5 millum og hann er þinn;p <a href="http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=16&BILAR_ID=110018&FRAMLEIDANDI=ROLLS%20ROYCE&GERD=SILVERATH&ARGERD_FRA=1979&ARGERD_TIL=1981&VERD_FRA=3200&VERD_TIL=3800&EXCLUDE_BILAR_ID=110018">Rolls Royce á bilasolur.is</a

Re: Mesta FASISTA ríki í heimi - Bretland!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þessu er ég reyndar alveg sammála. Áherslan í umferðarmannvirkjamálum hér er kolröng. Það er meiri áhersla lögð á að bora göng til að stytta vegalengdir og bæta samgöngur við afskekt þorp með örfáa íbúa heldur en að laga stórhættulegar slysagilduru. Sem dæmi má nefna Vestfjarðagöngin og gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, en það fara um það bil þúsund bílar yfir gatnamótin fyrir hvern einn sem notar Vestfjarðagöngin. Hvora framkvæmdina er þá eðlilegt að ráðast í fyrst? Fyrir utan...

Re: Stórtjón!!!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er ömurlegt að heyra, martröð hvers bílagrúskara. Ég samhryggist þér innilega. Vonandi að þú finnir góða varahluti og getir haldið áfram.

Re: Mesta FASISTA ríki í heimi - Bretland!

í Bílar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég verð bara að fá að skjóta inn nokkrum punktum til umhugsunar, svona rétt til að kynda upp í umræðunni. (klæðir sig í asbest gallan, og setur upp rafsuðuhjálminn) 1. Hvað eru framin mörg morð á Íslandi á hverju ári? Svar: u.þ.b. 2 - 3 2. Hvað deyja margir í bílslysum á ári á Íslandi? Svar: u.þ.b. 20 - 30 3. Hvort er þá mikilvægara að bæta umferðaröryggi eða að elta uppi morðingja? Svari nú hver fyrir sig. Hitt er svo annað mál að ef þetta kemur hingað til lands þá er eins gott að það verði...

Re: Týndur frontur

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hvernig væri nú að byrja á að spyrja í bíóinu? Það græðir enginn neitt á því að hirða framhliðina af tækinu, þannig að það eru nokkrar líkur á því að honum hafi verið skilað í afgreiðsluna. Ég mundi allavegana tékka á því áður en þú ferð að tilkynna þjófnað eða kaupir nýjan front.

Re: Akstur á Ferrari og Lancia Thema 8.32

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Já svartur 16 ventla 900 túrbó er drauma bílinn minn. Lítið mál að gera þá að alvöru sleeperum.

Re: Akstur á Ferrari og Lancia Thema 8.32

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég held að það sé örugglega ekki til 9000 Aero hér á landi (allavegana sagði umboðið mér að 9-5 Aero bíllinn sem kom til landsins 2001 hafi verið fyrsti Aero bíllinn sem þeir hafa flutt til landsins) Gæti samt verið að það væri til 9000 CSE með sömu vél. Það eru samt til margir með 200 hö 2,3 túrbó vélinni, eini munurinn á þessum vélum að ég held er hærra búst á kraftmeiri vélinni (sem þýðir að það er afskaplega lítið mál að ná í þessi auka 25 hestöfl fyrir þá sem eiga svona bíla) 3,0 V6...

Re: Að horfa á sólina. (aðvörun!!!)

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það er nú reyndar ekki rétt að hún sé sterkari en vanalega þegar það verður myrkvi. Aftur á móti þá freistast fólk gjarnan til þess að horfa á myrkvan með sólgleraugum, eða jafnvel alveg óvarið og þar sem maður finnur ekkert fyrir því þegar hornhimnan brennur og hver keilan og stafurinn á fætur öðrum gefur upp öndina uppgötvar fólk þetta ekki fyrr en nokkru eftir að hætt er að fylgjast með myrkvanum. En þá er skaðinn skeður og sjónin varanlega skemmd. Í verstu tilfellum getur fólk tapað...

Re: Akstur á Ferrari og Lancia Thema 8.32

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Griffin bíllinn með 200hö 3.0 V6 er ekki kraftmesta útgáfan af Saab 9000 bílnum. Kraftmestur voru 9000 Aero og CSE bílarnir með 225 hestafla 2,3l fjagra sílindra túrbó vél.

Re: Batcap eða Power Cap?

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þéttir hefur sáralítil áhrif til þess að halda spennunni við magnaran. Ef við gefum okkur að rafgeimirinn hjá þér sé 12V og alternatorinn gefi 13,8V þá fer ekki að reyna á batteríið fyrr en álagið á alternatorinn er orðið það mikið að spennan er komin niður í 12V. Ef við bætum við þétti í kerfið þá mundi hann taka við þegar hér er komið sögu (t.d. þegar þú ert með græjurnar á heyrnaskemmandi styrk að hlusta á Sögusinfóníu Jón Leifs og einhver ægileg sprenging verður), þéttirinn er örfáar...

Re: Batcap eða Power Cap?

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Fást þessir rafgeymar hér á landi? Mér veitir sko ekkert af því að létta framendan á saabinum mínum.<br><br>———————————————- Fat bloody fingers are sucking your soul away

Re: Er þetta eðlileg álagning?

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Það er rétt hjá þér að hann borgaði hvorki toll né skatt, því einhverra hluta merkti seljandi þetta sem gjöf á fylgiseðlinum. $37 var því allt og sumt sem hann borgaði fyrir skynjarann borinn heim að dyrum. Nei ég held að hann hann hafi ekki verið búinn að athuga í Bílanaust.<br><br>———————————————- Fat bloody fingers are sucking your soul away

Re: Hringmyrkvinn?

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Frá jörðu séð, virðast sólin og tunglið vera því sem næst janf stór. Þegar tunglið fer milli jarðar og sólar og skyggir á sólina, þá fer það eftir því hversu nálægt jörðu tunglið er, hvort það nái að skyggja alveg á sólina. Ef það er nálægt jörðu, þá virðist það vera örlítið stærra en sólin og nær að skyggja alveg á hana, þetta er kallað sólmyrkvi, eða almyrkvi á sólu. Þegar almyrkvi verður þá dimmir töluvert á meðan á myrkvanum stendur og kóróna sólarinnar sést. Hringmyrkvi á sólu verður...

Re: Mig vantar lesefni!

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Takk fyrir ábendingarnar, ég byrja á þessu og pósta svo aftur þegar mig vantar meira (c:<br><br>———————————————- Fat bloody fingers are sucking your soul away

Re: Hringmyrkvinn?

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hann verður um kl. 0400 að morgni 31. maí. Best verður að sjá hann á norð-austurlandi. Hann sést ekki frá Reykjavík, en þó verður hægt að sjá hann frá Seltjarnarnesi, (Esjan skyggir á hann í Reykjavík. Það er því best að fylgjast með veðurspánnu dagana á undan, og velja sér svo landshluta eftir henni. Nánari upplýsingar má finna í Almanaki Háskólans.<br><br>———————————————- Fat bloody fingers are sucking your soul away

Re: pælingar um liti

í Bílar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Henry Ford orðaði þetta nú best þegar hann var spurður að því hvernig bílar ættu að vera á litinn: “Any color's fine, as long as it's black.” Mín skoðun er allavegana sú að svartur sé lang flottasti liturinn á bílum, en aftur á móti þá fylgja honum sá galli að það sést mest á honum af öllum litum, bæði rispur og skýtur. En hann er samt flottastur.<br><br>———————————————- Fat bloody fingers are sucking your soul away
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok