Frá jörðu séð, virðast sólin og tunglið vera því sem næst janf stór. Þegar tunglið fer milli jarðar og sólar og skyggir á sólina, þá fer það eftir því hversu nálægt jörðu tunglið er, hvort það nái að skyggja alveg á sólina. Ef það er nálægt jörðu, þá virðist það vera örlítið stærra en sólin og nær að skyggja alveg á hana, þetta er kallað sólmyrkvi, eða almyrkvi á sólu. Þegar almyrkvi verður þá dimmir töluvert á meðan á myrkvanum stendur og kóróna sólarinnar sést. Hringmyrkvi á sólu verður...