Ég lét setja svona í Saabinn minn, sem er 1983 model, 2l 8 ventla með beinni innspítingu. Þrátt fyrir að flestir virðist finna fyrir aukinni snerpu þá get ég ekki sagt að ég geri það (ég mældi það svo sem ekki en finn allavegana engan mun). Hitt er aftur annað mál að bensíneyðslan minnkaði verulega (úr 9,7 í 8,5 l/100km á 90km/klst) Ef þetta verður líka raunin í innanbæjarakstri þá verð ég innan við ár að borga ventilinn niður með bensínsparnaði.