Jamm ég tók einmitt eftir því. Það er hellingur af alls konar áhugaverðum smáatriðum sem koma fyrir á geogaddi. Til dæmis heitir eitt lag “The devil is in the details” og lengd disksins er að mig minnir, 66:06 eða eitthvað svoleiðis… Já og í sambandi við MHTRTC þá fíla ég hana ágætlega og finnst hún síður en svo slöpp. Ég er ekkert rosalega mikið fyrir það að hlusta á eitt og eitt lag af henni en finnst ágætt að hlusta á hana alla í heild sinni.