Allar þessar samræður og tilgátur um tilgang lífsins, við fáum aldrei að vita tilgang lífsins, ekki nema þá við dauðann. Það er í lagi að skiptast á skoðunum um það hvað hver telur tilgang lífsins vera, en ég persónulega tel að þessi skoðanaskipti hjálpi okkur ekkert við það að finna tilgang lífsins. Við fáum þá bara vita hann þegar að því kemur - ef að að því kemur.