Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Titta
Titta Notandi frá fornöld 26 stig

Re: Múslimar

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Já umskurður á konum er ógeðslegur! Rökin fyrir umskurði eru því miður þau í dag hjá múslimskum afríkuþjóðum þau að það standi í Kóraninum að konur skuli umskornar. Ég veit vel að þetta stendur ekki í Kóraninum, það vita imamarnir líka, en þeir eru oft hræddir um samfélagsstöðu sína og mæla því oftast með aðgerðinni af hræðslu um eigið líf. Karlmenn trúa því víst að ástæðan fyrir því að konan muni ekki halda framhjá (eða líkurnar séu minni) sé vegna þess að ef hún er umskorin þá mun hún ekki...

Re: Frelsi

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
hmmm já. Sammála með að fólk er ekki kristið ef það trúir ekki á Jesú sem frelsara eða upprisuna, án upprisunnar hefðú guðspjöllin 3 (4) sennilega aldrei verið skrifuð og dýrkunin ílengst eins og raunin er. Nú er ég ekki vel að mér innan HÍ kerfisins, hef mína menntun erlendis frá. En ég hef ekki heyrt um að maður geti lesið trúarbragðafræði í HÍ. Þess vegna reiknaði ég, vitlaus ég, með því að þeir sem lesa guðfræði í HÍ fengu nú innsýn í önnur trúarbrögð, og út frá því vildi ég meina að...

Re: Frelsi

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er alveg rétt og satt sem þú segir að fólk segist oft vera kristið og þess vegna í þjóðkirkjunni en ef það myndi síðan gera grein fyrir trú sinni þá kæmi í ljós að hún stæðist engan vegin lútersku trúnna. Ert þú þeirrar skoðunar að fólk sé ekki kristið nema að trúa að Jesú sé (hafi verið) guð? Eða er ég að misskilja þig? Samkvæmt öllum mínum fræðibækur um efnið þá telst fólk kristið (í stórum dráttum) ef það trúir á upprisuna og það að Jesú steig upp til himna, 40 dögum seinna minnir...

Re: Það sem þú segir um Biblíuna er rugl.

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
sama hér:)

Re: Frelsi

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nú er ég ekki sammála þér með að þeir sem trúi viti meira en aðrir. Eins og ég hef áður skrifað þá virði ég frekar skoðanir guðfræðings sem ekki trúir frekar en guðfræðings sem trúir, vegna þess að sá fyrrnefndi er hlutlausari og hans skðanir eru ekki endilega í þágu kirkjunnar. Ástæðan fyrir því að ég, sem trúi ekki á guð eins og er, leyfi mér að hafa skoðanir á þessu er í fyrsta lagi sú að ég á marga samkynhneigða félaga sem eru kristnir. Og að rökin fyrir því að samkynhneigðir megi ekki...

Re: Múslimar

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sammála:) Það er erfitt að dæma aðra, minnir á flísina í auga náungans og bjálkann í eigin auga:) Umskurður er ekki hættulegur í sjálfu sér til langtíma. Þetta hefur verið stundað í svo mörg hundruð ár, og einhverrra hluta vegna nær fólk að fjölga sér svo að ekki skaðar þetta á þann háttinn. Það er svo margt sem fólk gerir í skjóli trúar. Það er í sjálfu sér ekkert rangt, svo lengi sem það skaðar ekki viðkomandi, mín skoðun auðvitað. Aftur á móti er sannað að umskurður kvenna er hættulegur...

Re: Múslimar

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Af öllum þeim múslimum sem ég þekki, og þeir eru margir, þá er ég nokkuð viss um að enginn þeirra standi í þeirri trú að allir fæðist múslimar. Kannski er það vegna þess að þeir múslimar sem ég þekki eru múslimar sem hafa búið í evrópu til lengri tíma, og ganga ekki mikið upp i bókstafnum. Það getur verið að forfeður þeirra hafi verið þessarar skoðunar. En eitt er víst að bókstafnum í Kóraninum er hægt að snúa á alla vegu og túlka rétt eins og bókstafi Biblíunnar, þannig að það er erfitt að...

Re: Heilsukjaftæði nútímans

í Heilsa fyrir 22 árum, 2 mánuðum
“ps. afhverju er fólk að borða próteinstykki og drykki og orkudrykki fyrir og eftir æfingar…. til að bæta strax á sig því sem það var að brenna???” Ég held nú að fólk borði prótein fyrir og eftir til að byggja upp próteinmassann í líkamanum. Nú er ég ekki alveg hundrað prósent viss, en ég held nú að fólk brenni ekki þessu próteini eins og þú gefur í skyn. Varðandi orkudrykkina þá innihalda þeir nú oftast ekki meiri orku heldur en þú færð úr svaladrykkjum. Og að auki, ef fólk er að æfa fyrir...

Re: No offense, en þessi grein er þrugl og vitleysa.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Langar að leiðrétta smávegis:) “Hins vegar er Islam BARA trúarbrögð, það er ekki ákveðin ”menning“ að vera múslimi og múslimar eru heldur ekki þjóð eða ættbálkur. Það tekur langan tíma að verða hluti af hvaða þjóð og menningu sem er og það þarf langan tíma og mikinn lærdóm til að verða Gyðingur. Til að verða múslimi þarf hins vegar aðeins að segja ”Allah er Guð og Múhameð er spámaður hans“ einu sinni yfir í viðurvist Imans (múslima prests)og einhverja votta minnir mig, sem sagt piece of cake...

Re: Það sem þú segir um Biblíuna er rugl.

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nú ert þú eitthvað að misskilja mig, ég skrifaði að Jakob hefði gifst systrunum Rakel og Leu, ekki að þær væru systur hans. Samkvæmt 3. Mósebók (18) má ekki giftast ekki systrum. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvernig þetta er orðað í íslensku Biblíunni, vegna þess að ég les ekki þá útgáfu. En í þeirri útgáfu sem ég les þá er þetta sett fram á þann hátt að maður má aðeins giftast systur konu sinnar ef konan er dáin. Annars trúi ég ekki á guð, “Þér finnst það stangast á við þann Guð sem þú trúir...

Re: Það sem þú segir um Biblíuna er rugl.

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Afsaka seinkun á svari:) En út frá upprunalegu umræðunni um það hvers vegna samkynhneigðir ættu að fá að giftast í kirkju eins og gagnkynhneigðir, hvers vegna ætti kirkjan þá að viðhalda kenningunum úr Mósesbók (m.a.)? Mín skrif um þetta hafa jú einblínt á að Biblían er mótsögn út í eitt, og hvers vegna þá að taka bókstaflegt það sem stendur í GT um samkynhneigða? Nú verð ég að viðurkenna það að ég man ekki hvort eitthvað er skrifað um samkynhneigða í NT.

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nú spurði ég hvort þú hefðir einhverjar heimildir eða sannanir fyrir því hvað sé venjulegur kristindómur. Ég var ekki að spyrja hvort þú hefðir bækur um mikilvægi GT almennt. Af hverju ætti ég að tala við prest? Prestur er starfsmaður kirkju. Af hverju ekki að tala við teolog, guðfræðing? Guðfræðing sem ekki er kristinn eða guðstrúar. Kannski ég geri það, bróðir vinar míns er trúlaus guðfræðingur.

Re: Það sem þú segir um Biblíuna er rugl.

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
En ef lögin í 3. Mos eru komin beint frá guði, hvernig stendur þá á því að guð lét það viðgangast að Jakob giftist systrunum Leu og Rakel? Hvernig ætli það hafi staðið á því að guð bjó fyrst til lögin seinna meir? Undarlegur guð að ákveða lögin seinna. Honum hefur þá ekki fundist neitt að því að karlmenn væru með systrum sínum áður. Maður hefði nú haldið að hann hefði hugsað út í þetta frá upphafi. Það að líkja þessu við papana og stjórnarskránna er náttúrulega út í hött, því að það er bara...

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nú hef ég hvergi sagt neitt um að NT sé ekki mótsagnakennt. Það má vel vera að þú hafi lesið biblíuna oft, en það gerir þig samt ekki alvitra um hvernig það á að túlka hana. Hver er þá eiginlega boðskapurinn með þessum blessuðu ritum? Ef fólk velur að setja alla rununa úr þriðju Mosebók, ásamt boðorðunum tíu, fyrir sig sem heilög orð og að það beri að fara eftir þessu í einu og öllu, er það þá sanntrúað fólk og má gifta sig í kirkju? Er ekki boðskapur biblíunnar sá að fólk eigi að finna sína...

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvar eru þínar heimildir? Ég nefndi mínar. Samkvæmt mínum heimildum þá er giskað á að nafnið hafi verið borið fram á þennan hátt vegna þess að í gömlu hebreskunni var ekki hefð fyrir því að skrifa sérhljóðana með. “Þetta eru bara sögulegar heimildir, það veit enginn nákvæmlega hvað JHVH stóð fyrir þó menn hafi kosið á seinni tímum að álykta að það hafi verið Jahve” En nú snerist þetta um það að þú sagðir að þetta væri leyninafn guðs. En ég vil bara benda á, sama hvernig það er stafsett, að...

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sköpunarsögurnar eru nú í fyrstu Mósebók og þær eru nú síður en svo frásagnir af atburðum fólks. Guð kemur nú alveg heilmikið við sögu í 1. Mos, Abraham, Ísak, Jakob … Guð fær fólk til að flakka fram og tilbaka um löndin, gefur þeim löndin aftur og aftur… Auðvitað er bókstafstrúar gyðingur villitrúar í augum kristinna, sömuleiðis í augum múslima. Þetta er auðvitað líka öfugt. Afgreiðslumaður í Bónus er jú sennilega á villigötum samkvæmt Gunnari! Bókstafstrúarmanneskja trúir bókstafnum eins...

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Bíddu nú við. Þýðir það að mín skoðun sé einhvern vegin röng? Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að Nýja Testamentið getur ekki staðið eitt og sér. En að það sé beint framhald af GT því er ég langt því frá sammála. Það er nú bara alls ekki satt að allar kirkjudeildir og guðfræðingar séu sammála þessu. Hvernig getur mín skoðun, sem einnig er skoðun margra annarra, stangast á við venjulegan kristindóm? Hefur þú einhverja pappíra sem stimplaðir eru fyrir því að vera nákvæm innihaldslýsing...

Re: Það sem þú segir um Biblíuna er rugl.

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvað með Jakob, son Ísaks? Ég veit nú ekki betur en að hann hafi verið giftur systrunum Leu og Rakel. Í þriðju Mósebók er skýrt tekið fram að maður megi ekki giftast systur konu sinnar ef konan er enn á lífi. Er Jakob, sonur Ísaks, sonar Abrahams undanþegin lögunum? Eða er Jakob ekki nógu mikilvæg persóna? Jakob sem var blessaður af guði og nefndur Ísrael af honum. “”Nú var ég einmitt að benda á að fólk velur að trúa einu í biblíunni en ekki öðru.“ Sagðist ég trúa einu einasta orði,...

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
þú kallar Jahve fyrir leyninafn guðs. Það er þín túlkun, hvaðan þú hefur þetta veit ég jú ekki. Samkvæmt Politikens Bibelleksikon þýðir orðið Jahve: Eiginnafn Guðs Ísraels. Jahve er langlíklegasti framburður hebreska orðsins JHVH, þar sem sérhljóðar voru ekki skrifaðir í gömlu hebreskunni. Annað orð sem notað var yfir guð er Adonaj. Það var það orð sem fólk er talið hafa notað upphátt, JHVH var það sem var skrifað. Samkvæmt öðrum heimildum sem ég hef þýðir Javhe ég er sá sem ég er. Samkvæmt...

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Lúterska kirkjan í Danmörku leyfir samkynhneigðum að “giftast” í kirkjunum sínum. Hver ætli munurinn á dönsku lútersku kirkjunni og þeirri íslensku? Reyndar þurfa aðilarnir að giftast borgarlega á Ráðhúsinu áður, eða eftir ef það er ætlunin. Athöfnin í kirkjunni er ekki frábrugðin “venjulegum” giftingum nema að því leitinu til að presturinn giftir ekki, heldur veitir blessun guðs.

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvers vegna þá að taka restina af bókinni bókstaflega? Hvers vegna að taka 3. Mos bókstaflega? Hvernig getur fólk réttlætt það fyrir sjálfum sér að taka valda kafla bókstaflega? Ef einhver velur að taka söguna um Lot bókstaflega, hvernig er sá hinn sami þá frábrugðin þeim sem taka 3. Mos bókstaflega? Fundamentalískir gyðingar taka gamla testamentið bókstaflega, það segir sig sjálft í orðinu. Hvernig þeir útskýra sköpunarsögurnar tvær veit ég því miður ekki. Það er rétt og satt að það eru...

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Stendur eitthvað um samkynhneigð í Nýja Testamentinu? Er svona aðeins að koma því að einu sinni og aftur að gamla testamentið er svo mótsagnakennt að því ber að taka með varúð. Nýja Testamentið er trúarrit kristinna. Gamla Testamentið er ekki mikilvægt í sjálfu sér nema helst það sem viðkemur því að guð sé yfir heiminum, mín skoðun.

Re: Það sem þú segir um Biblíuna er rugl.

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Í fyrsta lagi þá var Lot ekki bróðir Abrahams heldur bróðursonur, 1 Mos 11. Segðu mér eitt, ef Lot skiptir svona litlu máli hvers vegna var hann og hans fjölskylda eina fólkið sem guð ákvað að hlífa þegar Sódómu og Gomorra var eytt? Afar vinsæl dæmisaga sem allir sem gengið hafa í sunnudagaskóla þekkja. Samkvæmt biblíunni þá voru Lot og co. eina réttláta fólkið í borginni! Nú var ég einmitt að benda á að fólk velur að trúa einu í biblíunni en ekki öðru. Þú skrifar að það sem dætur Lots gerðu...

Re: Á að leyfa samkynhneigðum að kvænast?

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Nú “segir” guð svo mikið í biblíunni. Hvers vegna að einblýna á eitt atriði fram yfir önnur? Samkvæmt biblíunni þá er ekkert athugavert við það að dætur eignist börn með feðrum sínum. Þýðir það þá að pædofilar geti farið í kirkju og beðið guð um að blessa gjörðir sínar hér í okkar nútíma, og taktu nú vel eftir, vestræna samfélagi? Biblían er ekki rit sem er skrifað í einni runu. Þetta eru gömul munnmæli (þjóðsögur?) sem voru fyrst færð á pappír fleiri hundruðum ára eftir að atburðirnir áttu...

Re: Fóstureyðingar og reykingar á meðgöngu

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
OK. Mér er illa við pilluna hvort sem um fast samband ræðir eða ekki. Það þýðir samt ekki að pillan sé ekki möguleiki. Það sem ég á við er að ég skil ekki hvernig stelpur eru tilbúnar að leggja það á líkama sinn að byrgja sig upp af hormónum, ef þetta er spurning um kannski eitt tvö skipti í mánuði, og oft mun sjaldnar. Auðvitað er pillan langauðveldust í föstu sambandi. Og eins og ég hef sagt áður þá er ég alls ekki á móti pillunni, sem getnaðarvörn, mér er bara illa við hana. En í ekki...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok