Jæja, þá var maður að kynnast í gærkvöldi vinnubrögðunum þeirra. Þegar uppi var staðið þá seinkaði vélinni um 4 tíma, útaf seinagangi starfsmannana sem voru á flugvellinum á ítalíu. Ég byrjaði á því að fara í check-in röð þarna.. hún gekk óhóflega hægt fyrir sig, þetta var ein flugvél með 3 check in raðir, en auðvitað voru þetta allt íslendingar, þannig að það myndaðist svokölluð “ruðningsröð” Hvað um það þá beið ég víst í þessari blessuðu röð í 2 tíma, og var langt frá því að vera seinasti...