Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

TheGreatOne
TheGreatOne Notandi síðan fyrir 18 árum, 8 mánuðum Karlmaður
1.318 stig

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hefurðu prófað að hlusta á sjálfan þig? Playstation 3 mun ekki vera með “betra” úrval. Hún mun vera með “öðruvísi” úrval. Playstation 3 er hin fullkomna vél þegar kemur að víðfangsmiklum hasar, íþrótta eða kappakstursleikjum í hágæðum. Wii er frábær fyrir minni leiki sem bjóða upp á frumleika í spilun og stjórnun. Ef við ætlum að tala um exclusive leiki þá vinnur Wii, hands down. Ógrynni af framleiðeindum vilja gera leiki fyrir Wii vegna þess að hún býður upp á svo margt nýtt og það er...

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ef þú ert að bera saman leikjaúrval Playstation 2 og Wii hefurðu rétt fyrir þér… En það er að sjálfsögðu hrein heimska að bera saman leikjatölvu sem hefur verið á markaðnum í mörg ár við vél sem kom út fyrir örfáum mánuðum. Ef þú ert að bera saman leikjaúrval Playstation 3 og Wii hefurðu alvarlega rangt fyrir þér. Lítið er fyrir Playstation 3 exclusive leikjum og fæstir þeirra frumlegir eða nýir.

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Baten Kaitos, mediocre leikur. Battalion Wars, mediocre leikur. …Ef ég segi að Metal Gear Solid og Devil May Cry leikirnir séu lélegir, eru þeir þá.. lélegir, punktur? Þitt álit kemur þessu væntanlega ekki við ef við erum að tala um söguþráð leikja. Þú getur engin rök fært fyrir því að fólk ætti að velja eina tölvu fram yfir aðra af því að leikir í hana búa yfir betri söguþræði. Þetta snýst um skoðanir, sumum líkar ekki frásagnir Zelda og aðrir þola ekki Metal Gear seríuna. Söguþráðurinn í...

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Haha. Þykistu vinna allar rökræður af því að Playstation hafa alltaf upp á meira að bjóða? Fyrsta lagi, Playstation vélarnar hafa ekki upp á meira að bjóða. Allar þrjár núverandi kynslóða vélar hafa upp á sitthvað að bjóða og engin þeirra býður eitthvað meira en hinar. Þetta snýst einfaldlega um hvað fólk sækist í. Þú lítur of stórt á þig.

Re: Ben-Hur

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Frábær mynd! 4 diska útgáfan er algjört must í safnið. Kostar litlar 2000 krónur í 2001 að mig minnir.

Re: Ben-Hur

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ehemm, þú getur nú lítið sagt ef dæmi má útfrá þessum skilaboðum.

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Paper Mario Mario & Luigi The Legend of Zelda Eternal Darkness Baten Kaitos Battalion Wars eru góð dæmi um stærri leiki á Gamecube. Svo er það að sjálfsögðu Nintendo DS, þar sem að krafturinn er í minni kantinum reyðir vélin sig á nýjungar og kröftuga söguþræði, eitthvað sem hún hefur staðist í skilum við.

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hef engar ásakanir borið undir neinn sérstakan og nefndi engin nöfn og því ekki ásaka mig um neinar bendingar.

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég er að hæðast af þeim alhæfingum ykkar að þeir einu sem virðast hafa áhuga á Wii séu 12 ára pottormar, þú þarft ekki að snúa upp á orðin mín.

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þú hefðir átt að fara þangað daginn sem hún fór í sölu, 8. desember 2006. Góð 80% þeira sem gengu um gólf Ormsson voru komnir með ökuskírteinin sín.

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Það eru alls ekki færri leikir á vélar Nintendo sem búa yfir djúpum og vel skrifuðum söguþráðum sem spanna tugi klukkustunda af frábærum ævintýrum. Svo má einnig benda á að Paper Mario leikirnir búa yfir gríðarlega góðum og löngum söguþræði. Þeir sem leita hvað helst í líki sem bjóða upp á bestu ævintýrin fara alls ekki alltaf í Playstation vélarnar.

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Já, Fólk yfir 25 hefur held ég meiri áhuga á graphics, HD og sögu. Ertu að gefa það í skyn að þetta þrennt er einungis finnanlegt á nýja risa Sony?

Re: /leikjatölvur orðið að /nintendo ?

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Sögu?

Re: Andrés Escobar Saldarriaga

í Knattspyrna fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Pínku pons.

Re: Andrés Escobar Saldarriaga

í Knattspyrna fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Já, þetta var alveg ferlegt… Var nú ungur að aldri þarna, en þetta var þó afskaplega fínn leikmaður og algjör hörmung hvað gerðist.

Re: Rocky Balboa (2006) * * * *

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Kærðu mig.

Re: góðar hrillingsmyndir

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ef þú villt gamla hryllingsmynd þá er það The Exorcist. Ef þú ert að leita að gamalli hrollvekju er það þó klárlega The Shining.

Re: Þjóðverjar heimsmeistarar!

í Stórmót fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Já, ágætis leikur, frábær úrslit. Glæsilegt mót, rétt eins og með fótboltann í fyrra. Þjóðverjarnir eru einstaklega fínir þegar það kemur að því að skipuleggja viðburð slíkan sem þennan. Ágætis mót, þótt leiðinlegt hafi verið að horfa upp á lok Íslenska liðsins.

Re: Rocky Balboa (2006) * * * *

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Fyrsta myndin er nú best, þessi tekur þó öruggt annað sætið.

Re: Rocky Balboa (2006) * * * *

í Kvikmyndir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Nei, mér finnst svo sannarlega ekki allar myndir góðar og er afskaplega picky á kvikmyndir yfirhöfuð. Fyrsta Rocky myndin var frábær, önnur myndin var ágæt. Þrjú, fjögur og fimm voru svo hörmulegar en sjötta myndin er þó virkilega góð! Ef þú kannt ekki að meta það sem Rocky er, þá geturðu ekki haft gaman af þessari mynd. Þessi mynd snýst ekki um trúverðugleika eða djúpar pælingar, heldur er þetta saga um under-dog sem endar alltaf á toppnum. Hún snýst um Rocky stefið og gæsahúðina sem fylgir...

Re: HM - EM Spurningakeppni 2 ‘07 (20. jan - 2. feb)

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Á morgun, eftir að úrslit mótsins eru staðfest.

Re: Reglur úr Heimilsfræðibók frá sjötta áratuginum

í Húmor fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Hef ekki hugmynd um það, allt fyrir neðan svarta strikið fékk ég sent í vefpósti, skrifaði svo sjálfur það sem er að ofan.

Re: Danmörk 33 - 36 Pólland

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég mun vera þér fullkomnlega sammála eftir nokkrar vikur. Núna ætla ég þó að láta mér nægja að gleðjast yfir óförum Dana.

Re: Leikjatölvu Trivia 1 (12. jan - 26. jan) Spurningar & Svör

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Þakka þér fyrir fögur orð í minn garð. Mun eflaust henda saman nýjum spurningalista bráðlega :) Hef bara gaman af þessu. Dettur í hug ýmist sem mætti m.a. lagfæra í spurningavali mínu. Lítum á þetta sem prufukeyrsluna bara :)

Re: Danmörk 33 - 36 Pólland

í Stórmót fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Pólland vann? Þýskaland - Pólland keppa í úrslitum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok