Pælingin er að halda efnaskiptum líkamans stöðugt gangandi. Það á sér ekki stað nema þú sért að borða og fá næringu. Þess vegna er mikilvægt að borða á 2-3 tíma fresti yfir daginn, þá eru efnaskiptin á fullu allan þann tíma sem þú ert vakandi. Svo náttúrulega nýtirðu betur næringarefnin ef þú takmarkar magnið á þeim í hverri máltíð, líkaminn ræður bara við ákveðið magn af prótíni, kolvetnum, fitu, yfir ákveðinn tíma, allt sem fer umfram það sem hann getur unnið úr er breytt í fitu.