Ég held reyndar að það sé útfærsluatriði hvernig 4wd kerfin eru tjúnuð til. Hvernig aflinu er dreift í “núllstöðu” og tregðan í því. Mér skilst amk á mínum heimildamönnum að það verði mismunur á S60R vs. XC90 configginu. Það er harla auðvelt þar sem þetta er allt rafrænt. Held að Focus-undirvagninn (næsta kynslóð, kallast P1 af Volvo mönnum) verði undir næstu S40,V50 og C50. Þannig að þú verður að bíða til 2004 með að sjá það verða að raunveruleika.