Ég ætla að vera sammála þeim sem segja 10-11, verðið hjá þeim er skelfilega hátt. Eina ástæðan fyrir því að maður verslar við þá er að þeir eru opnir á kvöldin og nóttunni, meira að segja Nóatún lokar kl 8 núna (sem er líklega skiljanleg sparnaðaraðgerð í kreppunni, skárra en að hækka vöruverð eða segja upp starfsfólki). Á hinn bóginn er alveg jafn dýrt að kaupa kók úti í sjoppu eins og að fara í 10-11, amk þar sem ég bý.