Besta leiðin til að læra að spila er, ótrúlegt en satt, að spila. Finndu þér bara hóp af fólki sem langar að prófa, hafðu grunn-hugtökin á hreinu og prófið ykkur svo bara áfram, flettið upp ef þið vitið ekki hvað þið eigið að gera í einhverjum aðstæðum eða leyfið DM að skálda reglu fyrir það ef hann treystir sér til, til að halda flæðinu. Besta leiðin. Eða kannski næstbesta. Betri leið er líklega að fá að spila með hóp sem kann reglurnar og læra af þeim, og kenna svo hinum í nýjum hóp.