Fín grein.. ein athugasemd samt, þú talar um að í Dominion stríðinu hafi UFP barist við Dominion, Cardassians, Breen og Jem'Hadar.. Það er þannig séð rétt, en það er doldið eins og að segja að í WW2 hafi Þjóðverjar, Japanir og Ítalir barist við Breta, Bandaríkajamenn og Texasbúa. Jem'Hadar voru og hafa alltaf verið meðlimir í Dominion (bókstaflega *hannaðir* af Vortas) og Cardassians og Breen gengu í það meðan á stríðinu stóð. :) Bara að benda á þetta!