Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Swooper
Swooper Notandi síðan fyrir 20 árum, 11 mánuðum 38 ára karlmaður
590 stig
Peace through love, understanding and superior firepower.

Re: Persóna sem ég er að fara að spila.

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ekki í fljótu bragði. Hvaða martial class tekurðu, eða er það free for all líka? Fighter? Barbarian? Warblade?

Re: Persóna sem ég er að fara að spila.

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
#1: Meinar.

Re: Hvað er besta Campaign/Story arc sem þið hafið spilað í spunaspili?

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég hef gert það. Það var samt svo langt(spilað frá 1. upp í 22. level) og flókið að ég get ómögulega sagt frá því, heh.

Re: Persóna sem ég er að fara að spila.

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
#1: Spurning 28 er sú sama og 27 en svarið er öðruvísi. #2: Hvaða bækur máttu nota, og á hvaða leveli á hann að vera?

Re: Óákveðinn/n?

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Gott að sjá svona EFTIR kosningar… doh. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25% Stuðningur við Framsóknarflokk: 30% Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5% Stuðningur við Vinstri-Græna: 43.75% Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 13% Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50% Jahérna. Þetta hefði reyndar ekki breytt neinu um mitt atkvæði, en ég er engu að síður svekktur eftirá, því ég kaus ekki Samfylkinguna til að hún færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Re: Nýja ríkisstjórnin...

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Tja, hækka launin hjá hverjum? Þeim hæst launuðu? Neitakkómögulega. Vinstri stefna gengur að mestu leyti út á að jafna kjör fólks, sem ég tel skynsamlegra en að leyfa þeim ríku að verða enn ríkari - ég veit ekki með þig.

Re: Nýja ríkisstjórnin...

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jújú, þeir hafa bara aðrar skoðanir á hvernig sé best að eyða peningum en hægrimenn.

Re: Franska! Hjálp!

í Tungumál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
“Og eitt en..hvernig segir maður ,,ou” á frönsku? :P (ou þýðir eða) :P" Bara “ú”.

Re: Nýja ríkisstjórnin...

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
En tékkaðu á hvað hún hefur verið að reyna að gera hjá menntaskólunum. Reyndar var það arfleifð Björns, samræmdu stúdentsprófin, sem hún fékk í hausinn þegar HÍ neitaði að taka mark á þeim og nemendur skiluðu auðu upp til hópa. Stytting framhaldsskólanna væri líka stór mistök, ef hún vill endilega troða fólki inn í háskóla ári fyrr er mun meira rúm fyrir hagræðingu í grunnskólunum. Hvers vegna reyndi hún það ekki? Jú, grunnskólarnir eru hjá sveitarfélögum en framhaldsskólar hjá ríkinu....

Re: Nýja ríkisstjórnin...

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
c/p af svari mínu við sömu spurningu á /stjornmal: Ekki veit ég hvað Þorgerður Katrín hefur gert til að verðskulda að halda titlinum “menntamálaráðherra”, því ég veit ekki til þess að hún hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að bæta menntakerfið á síðustu árum. Helst að hún myndi vilja leggja það niður myndi ég halda. Og hvað með Björn? 20% kjósenda strika hann út og hann haggast ekki úr dómsmálaráðuneytinu. Mér finnst líka skrýtið að Sjálfstæðisflokknum sé treyst fyrir...

Re: Ríkistjórnin

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ekki veit ég hvað Þorgerður Katrín hefur gert til að verðskulda að halda titlinum “menntamálaráðherra”, því ég veit ekki til þess að hún hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að bæta menntakerfið á síðustu árum. Helst að hún myndi vilja leggja það niður myndi ég halda. Bætt við 23. maí 2007 - 13:46 Og hvað með Björn? 20% kjósenda strika hann út og hann haggast ekki úr dómsmálaráðuneytinu. Mér finnst líka skrýtið að Sjálfstæðisflokknum sé treyst fyrir heilbrigðismálaráðuneytinu. Og hvað er...

Re: .... úff

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég hugsaði í gær hvað ég væri lengi að fara úr bílskúrnum inn í stofu í roundum. Þrjú, ef einhver hefur áhuga.

Re: Stjórnarmyndun

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Alveg fáránlegt í raun - Framsókn hlýtur verstu kosningu í sögu flokksins, missir hátt í helming atkvæða sinna frá síðustu kosningum og samt hafa þeir öll völd í þessu landi. Það er algjörlega undir þeim komið hvort mynduð verður hægri eða vinstri stjórn hérna. Lýðræði hvað?

Re: Stjórnarmyndun

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Staðreynd. Ráðningar í stöður hæstaréttardómara og ýmsar stöður innan utanríkisþjónustunnar eru sjaldnast byggðar á hæfni umsækjenda, ef fólki er gefið færi á að sækja um yfirhöfuð.

Re: Tilraun til heimssköpunar

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Takk takk. Það sem komið er er auðvitað bara grind, þó það verði bæði “svört” og “hvít” svæði þá ætti að verða nóg af gráum svæðum inn á milli. Næst á dagskrá er að setja fram tímalínu sem útskýrir sögu heimsins í aðalatriðum, það sem tefur mig við það er að ég virðist vera með ritstíflu hvað varðar nöfn fyrir þennan heim. Það eru jú komin eitt og eitt en það er erfitt að segja sögu þjóða sem maður veit ekki ennþá hvað heita, þið skiljið. Ég á líka eftir að gera upp hug minn varðandi ákveðin...

Re: Stjórnarmyndun

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Samfylkingin er vinstra megin við miðju í íslenskum stjórnmálum, þó hann sé vissulega nær miðjunni en VG. Ég held að það hljóti að koma að því að landsmenn fái upp í kok af einkavinavæðingu og spillingu valdaklíku Sjálfstæðisflokksins og hafni honum fyrir vinstri stjórn. Það hversu tæpar þessar kosningar voru sýna að litlar líkur eru á að núverandi ríkisstjórn haldi í næstu kosningum eftir fjögur ár, þá held ég að með sömu þróun og hefur verið hér síðust ár hljóti loksins að komast á...

Re: Stjórnarmyndun

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Staðreynd: Ríkisstjórn verður ekki mynduð án annaðhvort Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar. Af tvennu illu kýs ég Framsókn frekar, þó ekki sé nema vegna þess að þeir eru smærri flokkur og hefði minni völd en Sjálfstæðisflokkur. Hugsiði málið: Ef annaðhvort Samfylking eða VG fer í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á það eftir að sundra vinstri mönnum á Íslandi enn frekar. Það er nógu slæmt að þeir séu skiptir í tvo flokka, á meðan hægri menn eru svo gott sem sameinaðir í Sjálfstæðisflokknum - við...

Re: Character progression

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Nauh, fleiri sem nota ekki XP. DMinn minn nennir aldrei nokkurn tímann að pæla í tölum ef hann kemst hjá því, svo hann segir okkur bara þegar við megum hækka um level (venjulega eftir að klára eitthvað stórt plot-central dót). Þegar ég sjálfur DMa nota ég hinsvegar XP.

Re: Svartur Dreki

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Fjandi er ég sáttur við þig, að skella inn nýrri mynd hingað. Sú gamla var orðin dálítið þreytt. Annars, já, ég skal vera sammála því, þetta er flottur dreki. Hef alltaf fílað svarta dreka eins og Lockwood teiknar þá. Þetta er samt ekki Lockwood eða hvað?

Re: Hvar er Árni Johnsen??

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Mér finnst bara svo hrikalega lélegt að veita honum uppreisn æru rétt á meðan forsetinn skreppur út fyrir landssteinana - Klárlega til að klína mannfýlunni inn á þing. Ég spyr: Veit einhver um þingmann í öðru ríki sem er dæmdur glæpamaður?

Re: Asmodeus vs. Demogorgon

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ah, já. Það er alltaf einn.

Re: Asmodeus vs. Demogorgon

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ble, þetta er hugarleikfimi ekkert annað. Að reyna að búa til charactera sem geta sigrað svona skrýmsli. Ég efast stórlega um að þeir spili svona venjulega; ef svo er er þessi gagnrýni kannski réttlát. Annars er ég reyndar sammála því að SRið ætti alls ekki að stacka. D&D er mjög skýrt á því að eins bónusar stacka aldrei nokkurn tímann, með litlu undantekningunni dodge bonus to AC ef ég man rétt.

Re: Character progression

í Spunaspil fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég sem stjórnandi set engin höft á hvað spilarar taka þegar þeir hækka characterana sína um level, svo lengi sem það er ekki way out (dwarf fighterinn gerist allt í einu wizard upp úr þurru án þess að hafa nokkurn tímann hitt slíkan. Wtf?). Sem spilari reyni ég að setja afgangs skillpunkta í skilla sem ég hef notað á síðasta leveli, en ég læt það ekki þvælast fyrir nauðsynlegum skillum, t.d. Spellcraft og Knowledge: Arcana fyrir Sorcerer.

Re: Dimmuborgir til í að koma til Íslands!

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
…what? Ég spyr nú bara, hvað ert þú að reykja?

Re: Dimmuborgir til í að koma til Íslands!

í Metall fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Myndi ekki mæta þó mér væri borgað fyrir það.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok