Skemmtileg lesning. Það er, eins og þú komst að, engin bein þýðing á ‘að nenna’ yfir á mjög mörg erlend tungumál, engin sem virkar í öllum aðstæðum á ensku. Annars verð ég að benda á það að fyrir um 1100-1300 árum var sambandi íslensku (þá norrænu) og ensku akkúrat öfugt farið - á þeim tíma voru Bretarnir að sletta norrænum orðum, sem mörg hver hafa fests. Einhver að ofan nefndi husband (af húsbóndi), en einnig má nefna window (af vindauga), spoon (af spón) og fleiri sem ég man ekki í...