Anti- út af fyrir sig er bara umsnúningur á orðinu sem því er skeytt við. Anti-rasisti er því ekki neikvætt, er það? Persónulega tengi ég neikvæðar hugsanir við orðið ‘sportisti’ (ef orð skyldi kalla), svo anti-sportisti er jákvætt í mínum huga. Ekki svo að skilja að ég sé á móti öllum íþróttum samt, enda æfi ég eina slíka sjálfur og hef gert í… fokk, bráðum 13 ár.