Ég hef lengi ætlað að kynna mér þessa sveit, og er loksins að vinna í því. Þeir hafa hins vegar gefið út alveg einhverja átta diska í fullri lengd, svo ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Þið sem hafið hlustað mikið á þá, hverju mæliði með fyrir ‘Opeth-virgin’? Ég hef ekki heyrt mörg lög ennþá, en ég veit að ég næstum missti kjálkann í gólfið við að hlusta á Wreathe fyrr í kvöld, ótrúlega flottur hljóðfæraleikur.