231. gr. Ef maður ryðst heimildarlaust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, þá varðar það sektum eða [fangelsi]1) allt að 6 mánuðum. Þó má beita …1) fangelsi allt að 1 ári, ef miklar sakir eru, svo sem ef sá, sem brot framdi, var vopnaður eða beitti ofbeldi eða hótun um ofbeldi eða brot er framið af fleirum saman. 1)L. 82/1998, 123. gr. (http://www.althingi.is/lagasofn/127a/1940019.html) Bennt...