Oktantala er mælihvarði á samþjöppunarhæfni bensíns. Hreinu heptani (n-heptan), sem er lélegt eldsneyti, er gefin oktantalan 0 en 2,2,4-trímetylpentani (ísóoktan), sem er mjög gott eldsneyti er gefin oktantalan 100. Oktantala bensíns sem við kaupum á bensínstöðvum er síðan miðuð við blöndu þessara tveggja efna. Bensín með oktantöluna 95 hefur sömu samþjöppunarhæfni og blanda sem samsett er úr 95% 2,2,4-trímetýlpentani og 5% normal-heptani. Heimild: Lífræn efnafræði eftir Jóhann Sigurjónsson