Jæja, þá er komið að því.Jarðaförin þín. Ég hafði kviði þess dags í viku og nú var komið að honum. Í gær var kistulagningin, hún var rosalega falleg. Ég fékk smá stund með þér alein, með þér ástin mín. Ég hef verið að reyna og reyna en virðist bara galtóm, ég finn engar minningar af okkur saman. Ætli mér sé að dreyma? Ertu kannski ekki til? Mig svimar, ég er búin að gráta og hugsa svo mikið….”hversvegna ég?” og “af hverju gerðiru mér þetta?” Við keyrum á eftir bílnum sem ber þig, og göngum...