Ef þú elskar einu sinni, elskaru alltaf. Ef þú ert elskaður einu sinni, ertu elskaður alltaf Ást deyr ekki… Í samböndum eru rosalega mörg önnur hugtök heldur en bara ást. Það er vinátta, traust, virðing, samheldni, ástríða, losti, hrifning og MARGT fleira. Þú getur elskað manneskju þó svo að þú sért ekki lengur hrifinn af henni, þó svo að þú finnir ekki enn fyrir lostanum, ástríðunni og jafnvel traustinu… Fólk í dag ofnotar svo rosalega orðið “ást”…eða nei, kannski misnotar orðið frekar....