Aðeins 64 sæti verða í boði í 1v1 á Skjálfta 1 | 2002. Átta þeirra falla hlutskörpustu á síðasta Skjálftamóti í skaut, og eiga eftirfarandi frátekið sæti í 1v1 keppninni: Flawless, Kaz, Trixter, Vibbi, Otur, Constant, AntiChrist, b3nni. Hin 56 sætin verður keppt um í on-line úrtökumóti, sem thursinn heldur í febrúar. Keppt verður í 28 riðlum, og hljóta tveir efstu í hverjum riðli þátttökurétt í 1v1 á S1|02. Skráning á úrtökumótið hefst kl. 18:00 fimmtudaginn 31. janúar, og lýkur á miðnætti...