Besta leiðin til að losna við óttann er að mæta honum áður en hann verður satanískur. Ráðlegg þér að byrja á húsflugum, reyna bara að róa þig í kringum þær og jafnvel skoða upplýsingar um þær á netinu eða eitthvað svoleiðis. Eftir húsflugur gætirðu svo farið yfir í orma og ef þetta gengur virkilega vel gætirðu kíkt á köngulær á Íslandi sem eru sauðmeinlausar. Það er erfiðara að losna við ótta á skordýrum sem geta skaðað þig, eins og geitungum.