Það eru svona allir með risa tré í garðinum hjá sér, það er Kirkjugarðurinn og Hljómskálagarðurinn, Vatnsmýrin, Öskjuhlíðin og önnur græn svæði í og í kringum Miðbæin. Ekki segja að það sé engin náttúra hérna. Ég hef aldrei drukkið, samt bý ég víst hérna í “sullinu”, miðbæ Reykjavíkur. Allt skítugt… Nei, veistu, ég sé bara ekki neinn skít þegar ég lít út. Samt bý ég jú, í MIÐBÆNUM! Satt, hlutar af miðbænum eru drullugir, en það eru þannig hlutar í öllum borgarhlutum.