Ég er gersamlega ósammála þeim fullyrðingum í þessari grein þinni að til þess að vera kristinn þurfi maður að trúa hverjum einasta bókstaf í Biblíunni þinni. Trú er ekki eitthvað sem einn maður getur ákveðið, trú er ekki staðreynd. Trú er eitthvað sem hver og einn finnur innra með sér, trú er það sem þú vilt að hún sé. Grundvallar atriði Biblíunnar er að finna í einni setningu, svo kölluð “Litla Biblían”. Hún hljóðar svo: “Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að...