Ah, já, ótakmarkað. Þekki gaur sem þekkti gaur sem þekkti gaura sem keyptu sér ótakmarkað niðurhal. Þeir settu upp tvo tveggja terabæta turna og hófu iðn sína. Við mánaðarlok kom reikningur upp á þó nokkra tugi þúsunda. Þeir spurðu fokreiðir út í þetta og sögðust vera með ótakmarkað niðurhal. Orðrétt svarið á að hafa verið þetta: ,,Já en ekki svona ótakmarkað".