Það er nú almennt talið að kostir bólusetninga vegi mikið, mikið þyngra en ókostirnir (sárasjaldgæfar aukaverkanir). Ég er ekki að segja að það eigi ekki að rannsaka hvort bólusetningar séu að auka líkurnar á einhverfu eða einhverju slíku, ég er bara að segja að það sé fokking heimska að hætta að bólusetja krakkana sína fyrir lífshættulegum sjúkdómum því að einhver fyrrverandi klámstjarna fór í Opruh og sagðist vera totally ógeðslega viss um að krakkinn sinn væri einhverfur útaf bóluefni djöfulsins.