Ég er líkamlega nokkuð vel á mig kominn og sterkari en ég lít út fyrir að vera, það kemur þessu samt sem áður ekkert við, ofbeldi er fyrir fólk sem er of heimskt eða hefur ekki nægan viljastyrk til þess að leysa sín mál á eðlilegan máta. Þetta er með örfáum undantekningum en til allrar hamingju búum við í samfélagi þar sem þær aðstæður þar sem ofbeldi er eina úrræðið skapast næstum aldrei. En já, ofbeldi tengist í 99% tilfella skorts á tilfinningalegum og félagslegum þroska (eins og í...