Stórbrotin, einstök og næstum því algjörlega óspillt náttúra sem er eitthvað til að halda í og vera stolt af, sérstaklega á þessum tímum. Opið, fordómalaust og samheldið samfélag (þegar við erum ekki að skíta upp á bak í því að vera að reyna að vera stærri eða mikilvægari en við raunverulega erum) Vegna aðstæðna eigum við langa og einstaka sögu (þótt hún sé oft á tíðum mjög leiðinleg) sem þjóð sem gefur okkur mjög sérstaka stöðu. Þrátt fyrir smæð okkar skörum við fram í á allskonar sviðum,...