Það ER hægt að draga suma ssk bíla í gang, en alls ekki alla. Það voru a.m.k einhverjir gamlir bensar sem þetta var hægt á (ég hef prófað það). Þá var bara dregið uppí 70-80 í N og skellt í D, og dósin hrökk í gang. En í flestum tilfellum er þetta ekki hægt og skiftingin verður ónýt. Þú mátt heldur ekki draga ssk bíl langa leið og alls ekki fara hratt með hann ef þú gerir það, flestir gefa upp ca. 50km á 25kmh, annars geturðu steikt skiftinguna.