Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ruxpin
Ruxpin Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
24 stig

Re: Modeselektor/dr.mister & mr.handsome/Ozy/dj knob á nasa 13 jan

í Raftónlist fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Very nice. Nýja platan frá Modeselektor er æði. Þetta verður góð skemmtun.

Re: Darkwave ambient og ambient..

í Danstónlist fyrir 19 árum
fyrir þá sem eru ekki með allar skilgreiningar á hreinu, hvað er Darkwave ambient? Hvaða listamenn teljast sem Darkwave ambientlistamenn? Það er svo mikið af subgenres í gangi og það spretta upp ný á vikufresti að maður er alveg dottinn úr lúppunni.

Re: Rafræn reykjavik í kvöld

í Raftónlist fyrir 19 árum
Það er hægt að downloada öllum þáttunum á http://www.rafreykjavik.01.is/

Re: er ''a scanner darkly'' að stela?

í Háhraði fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Philip K. Dick skrifaði bókina “A Scanner darkly” árið 1977, þannig að ég er nokkuð viss um að þetta sé ekki stolið/lánað frá Adaptation. Þetta er eitt hans helsta verk og alveg þess virði að lesa áður en þú ferð á myndina í bíó. Samt virðist þetta vera orðinn frekar vinsæll söguþráður í bíómyndum núna.

Re: Roland U-20 í viðgerð

í Danstónlist fyrir 19 árum, 2 mánuðum
mig minnir að Rín sé með umboð fyrir Roland og Þeir sjá sjálfir um viðgerður á ýmsum hljóðfærum, en ég held að þeir sjái ekki um hljómborð. Hringdu í þá og spurðu um þetta (551-7692). Þeir eiga að leiðbeina þér hvert þú átt að fara með það. p.s. Þetta er synthi frá 1989 og því gæti verið erfitt að panta varahluti í hann ef þess þarf.

Re: rafræn reykjavik á x-inu 977 kl 23 i kvöld mán. 12 sept

í Raftónlist fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Ísland er miðstöð rafrænnar tónlistar í Evrópu … það vita bara ekki allir að því ennþá ;) Með þennan tracklista (þann 12. sept) þá er ljóst að við eigum von á góðu næstu mánudaga! tracklist: Freak - LFO VBS.Redlof - AFX Even - Plaid Yoseph - Luke Vibert Kickboard girl - Hermand und Klein It´s very sunny - Csino vs. Japan Yippie - mouse on mars Riffy dips - J.P. Buckle NTT Docomo - Arpnet Hot on the heals of love - Throbing Gristle Apparatus - Boards of Canada Mean old devil - Bruce Haack...

Re: Forrit

í Danstónlist fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Logic Pro er professional tónsmíða- og hljóðvinnuforrit fyrir Macintosh tölvur. Það býður upp á hljóðhönnun, nótnaskrift, klippingar og eftirvinnslu, ásamt geysilegum fjölda effekta (meira en 50 mismunandi gerðir). Kostar einungis 89.900 hjá Hljóðfærahúsinu. Mæli með því. Ef þú ert að leita að upptökuforriti mæli ég með Protools en verðið þar rakkar milli 179.000 til 359.500. Einnig í hljóðfærahúsinu. Cubase SX upptökuforritið er aðeins ódýrara en Logic, en býður upp á marga skemmtilega...

Re: Byssan

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 2 mánuðum
svarta púðrið (sem samanstendur af 75% Saltpétri, 11% súlfur og 14% kol) er talið hafa fyrst verið notað í Kína fyrir flugelda og blys á 10. öld. Það eru hinsvegar sannanir fyrir því að Arabar hafa verið fyrstir til að nýta svarta púðrið sem “byssupúður”. Þeir notuðust t.d. við bambus sem var styrkt með járni sem notaði byssupúður til að skjóta örvum árið 1304.

Re: Audiosrobbler og LastFM

í Danstónlist fyrir 19 árum, 5 mánuðum
einnig er hægt að hlusta á fullt af íslenskri raftónlist á þessum síðum, þannig að endilega skoðið það.

Re: Barcelona

í Ferðalög fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Þetta er fjögurra stjörnu hótel. Á að vera býsna fínt. Er reyndar ekkert rosalega nálægt miðbænum (svona 20 mín ganga). Mun líklegast gista þar í næstu viku, þannig að nánari upplýsingar kannski síðar.

Re: Aphex Twin?

í Danstónlist fyrir 19 árum, 5 mánuðum
nýja Analord dótið hans Aphex Twin fer samt beint í ruslatunnuna eftir 2 mánuði. Tónlistargrúskarar framtíðarinnar eiga eftir að gera óspart grín að þeim sem eyddu mörg hundruð þúsund í að kaupa þessar 10-12 Analord plötur. Annars rétt hjá Roofuz að minna fólki á það að þó Aphex sé þekktastur, þá eru fleiri “ódauðlegir” listamenn í þessum geira.

Re: hinar dularfullu Nefndir Kanada

í Raftónlist fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Langt síðan við höfum fengið góða grein á þetta áhugamál. Þessi áhuga Boards of Canada á Branch Davidians söfnuðinum er hálffurðulegur. Þú getur heyrt það í þónokkrum lögum með þeim og einnig í nokkrum remixum, þ.á.m Poppy Seed remixinu sem þeir gerðu af Slag Boom van Loon. Þar kemur fram frekar creepy rödd sem segir: “…I was not a member of the Branch Davidians”. Af hverju ætli þeir hafi svona rosalegan áhuga á David Koresh og söfnuði hans?

Re: Proton Remix Keppnin

í Danstónlist fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Congratz! Hvað er svo í verðlaun? :P

Re: Hvað hefði gerst hefði varðskipinu Tý verið sökkt 6 maí 1976?

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 6 mánuðum
…og einn enn. Leander F-109 klessti á Ver þann 22. maí og var það eina ásiglingin á Ver í þorskastríðinu, en ekki voru tvö varðskip þar að verki. Ver skemmdist þónokkuð, en Leander varð einnig að snúa aftur til hafnar í kjölfar skemmda. Þú getur skoðað vídeóklippur af árekstrinum á Ver hérna [url=] http://cgi.bbc.co.uk/nationonfilm/topics/fishing/ [/url]

Re: Hvað hefði gerst hefði varðskipinu Tý verið sökkt 6 maí 1976?

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 6 mánuðum
fín grein hjá þér. Mér finnst samt besta í þessu þegar hann reisti sér við og klippti á víra Carlisle. Vekur upp þjóðarstoltið hjá manni. “…ég sá hvar Falmouth kom á fullri ferð svo freyddi um stafn þess og sigldi beint á Tý. … Hann snerist heilar 180 gráður við ásiglinguna og fékk á sig slíkan halla að hann mældist 70 gráður! … En fyrr en varði reisti skipið sig og svo ótrúlegt sem það er rann Týr nú aftur með Carlisle og klippti frá honum vörpuna.” (sjá Atli Magnússon, í kröppum sjó bls...

Re: Smá pæling

í Half-Life fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Bazooka (Necro) Fannar (Necro) Ahriman (God) Kain (Abeo) Nji (Gzero) Critical (Abeo) kv. [God]Ghuteria & [Gzero]Biskupinn

Re: hvað kostar klukktíminn ?

í Half-Life fyrir 19 árum, 9 mánuðum
mig minnir að það hafi verið 40mb á klukkutíma, samt ekki alveg 100%. Kv. [God]Ghuteria

Re: Hotride single, Warning & Who U Foolin?

í Danstónlist fyrir 19 árum, 9 mánuðum
þú ætti að geta keypt smáskífuna Hérna á frekar fínu verði.

Re: Einn sem eyðir of miklum tíma með rifflinum sínum??

í Háhraði fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þetta er Take five með Dave Brubeck

Re: Árslistar 2004

í Danstónlist fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Minn listi í engri sérstakri röð Breiðskífur ————— Proem - Socially Inept (Merck) Fennesz – Venice (Touch) Bitstream - One Third Standard Lux (Modern Love) Bola – Gnayse (Skam) Nouvelle Vague - Nouvelle Vague (Peacefrog) L'usine - Serial Hodgepodge (Ghostly International) Intricate - In Pectra (SpezialMaterial) Claro Intelecto – Neurofibro (Ai Records) Aphex Twin - Analord 10 (Rephlex) Various - Intelligent Toys 2 (Sutemos) Lög ———————– Bitstream – Psalm Twenty-two Broadcast – Man is not a...

Re: Smá spurning hérna

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Skúli Magnússon varð fyrsti íslenski landfógetinn árið 1750. Skúli Magnússon var sýslumaður í Skagafirði eða Hegranesþingi áður en hann varð landfógeti.

Re: Hvar er spilun?

í Half-Life fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Bjarni minn… bara kíkja á [Dod] á irkinu og checka á stöðunni. Flestir eru yfirleitt að spila á breskum serverum. Kv. [God]Ghuteria

Re: Íslenskur ET config builder

í Wolfenstein fyrir 19 árum, 10 mánuðum
mjög flott framtak. Þakkir Kv. [God]Ghuteria

Re: Techno syrpur á netinu bíða eftir niðurhleðslu.

í Danstónlist fyrir 20 árum, 1 mánuði
á www.sutemos.net er hægt að nálgast Mp3 safndiskinn Intelligent Toys 2. Sá diskur inniheldur exclusive lög með Ruxpin, Verbose, Multiplex, Ulrich Schnauss, Manual og fleirum. Alls 22 listamenn og 28 lög. Allur pakkinn er um 200 mb og algjörlega frír. Tek það fram að þetta er erlent niðurhlað, en það ætti ekki að stoppa ykkur ;-)

Re: vanntar Korg ms20!

í Danstónlist fyrir 20 árum, 1 mánuði
úhh… mig langar líka í Ms20. Tek reyndar ekki í mál að leita að einhverjum eftirlíkingum af honum, því að “nothing beats the real thing”! Mögnuð græja!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok