Jamm, þetta er ófyrirgefanlegt. Ég hafði hugsað mér að horfa á Beauty And The Beast, þar sem ég hef aldrei séð hana í fullri lengd, og beið því nokkuð spenntur, enda Disney-meistaraverk. En nei, hvað gerist? Á skjánum birtist jólaframhald af upprunalegu myndinni, eitthvað sem ég er ekki par ánægður með. Þess vegna skipti ég, og missi andann við að heyra þvaður einhvers ónefnds hálfvita í stað raustar Woody Allen.