Ekki alveg rétt, en þó nokkuð nálægt því. Ég vitna bara í mína fyrri grein, “Omega Weapon”: (Átti að heita “Hvernig varð Final Fantasy til?” en nafnið ruglaðist) Sakaguchi, stjórnandi Square, vildi búa til RPG-leik byggðan á fyrri leik sínum: Dragon Quest. Hann vildi einungis betrumbæta formúluna og var svo viss um árangur að hann kallaði verkefnið “Final Fantasy”, því að ef leikurinn myndi ekki ná vinsældum yrði fyrirtækið gjaldþrota. Sem betur fer gerðist það ekki, enda hefur nafnið loðað...