Microsoft hafa nú keypt Rare, þróunaraðilann bak við leiki eins og <i>Banjo-Kazooie</i>, <i>Goldeneye</i>, <i>Perfect Dark</i>, <i>Conker's Bad Fur Day</i> og <i>Donkey Kong Contry</i> seríuna, að sögn George Harrison, aðstoðarforstjóra markaðssetningar og samskipta Nintendo of America. Nintendo seldi 49% af sínum hlut í Rare aftur til baka nú fyrir stuttu, og í kjölfarið seldi Rare Microsoft allt fyrirtækið í heild sinni. Microsoft hafa ekki viljað tjá sig um málið né tilkynnt samninginn,...