Bara áminning varðandi gervitengla sem gætu vísað á slæmar síður. Með tilkomu nýrra léna sem styðja sérstaka stafi (T.d. .is sem geta haft í, á, ó og annað, sbr. www.síminn.is og www.íslandsbanki.is) er hægt að blekkja vafrara til að láta notandann halda að þeir séu að heimsækja aðra síðu en raun ber vitni. The Register greindi frá þessum galla í gær sem stafar af því að IDN (International Domain Name) eru ekki rétt notuð í nýjustu vöfrunum. Þessir vafrar eru m.a. Firefox, Mozilla, Konqueror...