Já ég sá leikinn. Leikurinn gat eins farið öðruvísi. Liverpool unnu af því þeir fengu þetta víti á 85. mínútu og síðasta markið augljóslega gjöf sem fylgdi gjöfinni. Það var ekki eins og Poolarar voru 2-0 eða 3-0 yfir. Nei, þeir voru í mesta lagi einu marki yfir fram að lokamínútunum og Arsenalmenn voru alltaf líklegir til að skora. Liverpool datt bara í lukkupottinn og til hamingju með það. En öruggur sigur var þetta klárlega ekki.