Fyrst það er verið að tala um stráka sem að fara illa með stelpur þá er ég með smá sögu sem reyndar endar vel fyrir mig. Ég er einn af þessu góðu strákum, hlusta, tala og allt heila klabbið. Ég er með stelpu. Hún hafði átt fyrir kærasta sem var af vondu gerðinni, lamdi hana og allt það, en alltaf fór hún aftur til hans. Að lokum hætti hún með honum og ég og hún byrjuðum saman nokkru síðar. En alltaf var þessi náungi að reyna að fá hana til að byrja aftur með sér og ég veit að hann var búinn...