Ég held þetta bara einhver fóbía hjá þér, kemur líklega engum grímugoðsögnum við. Sjálf er ég til dæmis hvorki myrkfælin eða með innilokunarkennd og grímur á vegg hafa engin áhrif á mig. Aftur á móti er ég skíthrædd við allar kóngulær og við að vera hátt uppi. Ég var að lesa í mogganum fyrir stuttu um alls kyns FÁRÁNLEGAR fóbíur, til dæmis að vera hræddur við hné (HNÉ!), hræðsla við að setjast niður, hræðsla við fjaðrir, hægðir, kynfæri karla og/eða kvenna, bækur, sköllótta menn, sólina,...