Svarti Pétur hefur fullan rétt til þess að hafa þetta álit, enda ekki verið að brjóta blað í íslenskri ljóðlist með þessu kvæði. Hitt er annað mál að gaman væri að heyra hvað fer helst í taugarnar á honum. Grunar bæði Gvend og Geira að efnistök séu ekki sniðin að smekk hans og snuði… En ég gæti nú kannski fundið í fórum mínum hágæða ljóð um sjálfsvíg og/eða fíkniefni sem innihalda skaðlega lélegt rím og stuðla ekki, svo blessaður drengurinn finni mig á svipuðu plani og sjálfan sig :)
Mér finnst þetta eins og að senda barnið sitt í lýtaaðgerð af því að það er ekki fullkomið. Þetta er búið að lifa og vaka með þér og ekkert því til fyrirstöðu að elska það eins og það er. Ný ljóð, ný þekking, ný hugsun. <br><br>Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.
Hættu að senda inn… Og hættu að yrkja… Nema fyrir sjálfan þig… Ef þú ræður ekki við þig og sendir inn, ekki fara í fýlu þó svo að fólk segi skoðun sína… Ljóð.is gæti verið vettvangur fyrir þig, þ.e. ekki gagnvirkur vefur…
Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Eins og þú veist. En það sem er til dæmis því til fyrirstöðu að hér eigi sér uppbyggileg umræða er sú sorglega staðreynd að fólk að hér á Huga er í fyrsta lagi illa lesið, er í öðru lagi í stigakeppni og í þriðja lagi vegna þess að það er lítið. Ungt. Óupplýst. Neikvætt. Vanþroska. Látum gott heita. Hér finnast reyndar ágætir kandídatar, en þeir eru á hröðum flótta til uppbyggilegri vefsvæða.<br><br>Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.
Að síðasta erindinu frátöldu (og síðustu línunni í þriðja erindi hefði ég líka sleppt)er þetta barasta mjög gott og ákaflega stórt stökk fram á við í dópískum-sjálfsvígs-pælinga-dauða-ljóðum. Þarna er farið vel með efnið og hin sjaldséða einlægni fær notið sín. Til hamingju!!!
Orðið spanga er sögn sem merkir að slá spöng um eitthvað. Að slá spöng um e-ð er að faðma e-ð. Ef maður vill gera úr þessari sögn nafnorð eða heiti væri eðlilegast að nýta orðið spöng (sem mér finnst reyndar ekkert sérstaklega fallegt nafn) og SETJA STÓRAN STAF fremst í það ef maður nýtir það sem sérnafn. Annars var þetta útúrdúr (sem er skemmtilegt orð). Það sem ég vildi sagt hafa er að þetta ljóð er óhæft til birtingar. Það er ljótt, heimskulegt og ber vitni þess að höfundur sé illa upp...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..