Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rebekka
Rebekka Notandi frá fornöld 50 ára kvenmaður
1.244 stig
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.

Re: leggjum ekki einelti í einelti

í Skóli fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég tek það fram að sjálfri býður mér við eineilti. En mér býður ekki við rifrildi, stríðni, snjókasti og “föstum markvissum skotum” sem eiga rétt á sér og eru hluti af því að vera barn eða unglingur. Ég er hrædd um að of margir yfirfæri hugtakið einelti á einstakar uppákomur sem oftar en ekki eru særandi og niðurlægjandi. Að kalla einhvern hóru eða aumingja er ekki einelti, ekki fyrr en sá sem orðunum sem beint er að fer að kvíða því sem hann veit fyrir víst að kemur. Því vil ég vara þá...

Re: Þjófur

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mér finnst þetta flott hjá þér og titillinn bestur:)

Re: Augun

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sammála ykkur hér að ofan:)

Re: Án Þín!

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þó svo að þú sért ekkert að láta mann velkjast í vafa og segir kannski fullmikið til þess að ljóðið sjálft fái vakið forvitni þá vil ég hrósa þér að hafa þorað að skrifa það. Það er nefninlega svolítið erfitt að segja hlutina svona opinskátt. Hinsvegar mæli ég með því að þú nýtir þér þennan sársauka til dýpri kveðskapar og oftar en ekki borgar sig þá að yrkja eitthvað og skera svo ljóðið niður þar til eftir standa þær hendingar sem flottastar eru og segja mest í fæstum orðum. Gangi þér svo...

Re: Viltu komast frítt í bíó????

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Smá prinsip-atriði ALDREI RÍFA SJÁLFAN ÞIG EÐA LJÓÐIN ÞÍN NIÐUR UM LEIÐ OG ÞÚ SETUR ÞAU FRAM. Ef þú ert fyrirfram viss um að öllum mislíki sýndu þá það svigrúm að gefa þeim færi á því að tjá það. Ég er viss um að þú getur gert fínustu ljóð og heimta að fá að sjá meira, og það er bannað að segja ég er enginn ljóðasmiður…

Re: 23. janúar 2003

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Æfingin skapar meistarann!

Re: Tárin

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mér finnst þessi betri og bara fjandi góð þér að segja, ég var samt ekkert að drulla yfir þig þarna áður, finnst bara gaman að gagnrýna aðra (flísin og bjálkinn).

Re: Hún

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ekki gera endilega ráð fyrir að ég sé heimsakari en ég er, hehehe:)

Re: Hún

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég hefði sleppt “Endalausar draumaferðir” erindinu, hitt stendur ágætlega án þess, meira að segja flott. Ég held að þegar þetta erindi er farið þurfi svo að endurskoða “En hún”

Re: 23. janúar 2003

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hæ maxz! Smá svona leiðindi: A) vona að það komi B) svo ég geti farið C) að renna mér á skíðum (hitt gæti verið sárt) Annars allt í sómanum :)

Re: Frekja

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Gaman að sjá ljóð um þessa tilfinningu, ekki svo vinsælt yrkisefni. Til þess að rýna nú í þetta þá hefði ég sleppt: “ég fæ”, en látið standa “og þegar-ég má”. Hvað mig langar í? Brenni mig á þeim? Þetta er stórgóð játning hjá þér og ég vildi óska þess að ég þekkti þessa tilfinningu ekki svona vel, þér að segja hef ég aldrei hitt frekari manneskju en mig :)

Re: Neitun

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Án þess vonandi að móðga þig þá finnst mér skína alveg óttaleg tilætlunnarsemi í gegn í þessu ljóði. Einhver tók af skarið og sagði nei. Og allir urðu klumsa. Þarna kemur ekki fram nein ástæða til að ætla að nei-maðurinn hafi brotið af sér en hinsvegar hafa orðin: ég hætti að brosa,ég, ég sem brosi alltaf, ég hætti að brosa þau áhrif, að sögumaður sé svona égégégég týpa og ekki er hún nú líkleg til að vekja meðaumkvun mína. Annars er hugmynd að breyta titlinum (í hvað veit ég ekki) og nota...

Re: Loftið, súrefnið

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Skil hvað þú meinar, get með herkjum lesið ljóðin mín þegar þau eru orðin vikugömul, ég hefði átt… það hefði verið…

Re: Affstrukt

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hefði getað heitið: Lúðvík lærir á lyklaborðið. Orðið afstrakt er sannarlega íslenskt orð og skömminni skárra en abstrakt, hnfff ;)

Re: Neitun

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þeir sem hafa tilhneygingu til að segja alltaf já, eiga heiður skilið ef þeir manna sig uppí að segja nei einusinni.

Re: Tárin

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Tilfinningar verða svolítið Til-Finningar, orðin væntingar og þjáningar ríma náttúrulega ekki og eru því stílbrjótur. Í síðasta erindinu hefði ég sagt; Þögul streyma þau daga og ár, þyrst'eftir hlýju og ástúð þinni. Hrökkva þó heit eins og önnur tár, hjá klofnu hjarta í slóðinni minni. Annars eru þetta alveg ágætis vísukorn og tilfinningarnar virka ekta.

Re: Loftið, súrefnið

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég hefði sleppt orðinu “aftur” í þriðju línu. Svo kannski segja nýt og hræðist; Þegar ég anda því að mér nýt ég hvers andartaks. Svo þegar ég anda því frá mér hræðist ég að ná því ekki aftur. Fínt ljóð hjá þér.

Re: Vísuskítur.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Tími til og tími frá tími fyrir fleira… Fín skeytla.

Re: Dauði (tíhíhí) (:

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Gaman að þessu, virkilega flottir frasar og útspekúleraðir.

Re: Bjarni afi

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Vísan hans Bjarna er SVO falleg, hún færir ljóðið á efsta stig af því að þarna hefur þér tekist það sem ákaflega mörgum tekst ekki. Að sameina í fjórum línum, sorg, söknuð, ást og eilífðina sjálfa.

Re: Tölvulosti

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Skemmtilegt, svo ekki sé meira sagt.

Re: Upprisan

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sammála öllum hérna.

Re: Kynjaljóð

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta hljómar augljóslega þannig en altso, hin dulda meining eða þannig????

Re: Eitt danskt

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki vel mælt á hina konunglegu tungu en eftir því sem ég fæ séð merkir þetta: Himinninn var blár hvað hugsar þú um ég get ekki skilið hversvegna himinninn er grár. Og þar er komið ljóð sem ég held að sé þér ekki samboðið.

Re: Nafnlaus.

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Mér langar að segja þér að þessi fyrri hending þín er hrein snilld og ekkert ætti að koma með henni hvorki nú né síðar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok