Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: The Winged Steeds...

í Tolkien fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það er margt hægt að finna á Encyclopedia of Arda: Dwimmerlaik A contemptuous title for the Lord of the Nazgûl A title of the Lord of the Nazgûl, granted him in defiance by Éowyn in her guise as Dernhelm during the Battle of the Pelennor Fields. Its meaning is not completely certain, but it seems to be derived from the Old English words gedwimer ('sorcery') and líc ('corpse'). <br><br> ———————————– <a href="http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a

Re: Star Wars: Episode II - Attack of the Clones

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þið eruð á góðri leið með að vera bannaðir.

Re: Groundhog Day

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Frábær mynd. En ef mér leyfist að spyrja: Af hverju fær hún bara 2 og hálfa stjörnu hjá þér fyrst þú hrósar henni svona rosalega mikið ?

Re: The Two Towers tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna!

í Tolkien fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Nja reyndar taka þær breytingar ekki gildi fyrr en við næstu Óskarsafhendingu. ROTK gæti því ekki orðið tilnefnd og ekki heldur myndir eins og StarWars, Harry Potter, James Bond vegna þess (og ef) að myndirnar innihalda áður notuð stef.

Re: Orkar, Háorkar

í Tolkien fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Neibb, Uruk-Hai er ekki kynblanda neins heldur bara öðruvísi týpa af Orkum.<br><br> ———————————– <a href="http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a

Re: Orkar, Háorkar

í Tolkien fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þeir æxluðu sig á sama hátt og Menn. Sarúman bjó aldrei til Uruk-Hai en hins vegar er hann sagður hafa gert einhverjar tilraunir og svo kallaðir HálfOrkar eru víst hans smíði en þeir koma lítið við sögu.<br><br> ———————————– <a href="http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a

Re: Óskarstilnefningar 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Sko ég hef aldrei sagt að mér finnist það hneyksli að Andy Serkis skuli ekki hafa verið tilnefndur. Ég hef ekki séð alla þá sem voru tilnefndir og get því ekki borist saman. Mér finnst hins vegar að Andy ætti að koma til greina þar sem að ég tel þátt hans í Gollum vera það mikill ( þar greinir okkur á). En ég veit auðvitað ekkert um það hvort Akademían gerði það eða ekki. “ Ástæðan fyrir þessari umræðu og þessum tilnefningm sem þú nefnir er svona fólk sem ber óeðlilega mikla virðingu fyrir...

Re: The Two Towers tilnefnd til 6 Óskarsverðlauna!

í Tolkien fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Áhugaverð grein um af hverju TTT fékk ekki jafn margar tilnefningar og FOTR. http://www.hollywoodreporter.com/hollywoodrepo rter/frontpage/article_display.jsp?vnu_content_id=18155 39

Re: Óskarstilnefningar 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Nei nú veit ég ekki hvað. Finnst þér það málefnalegt að byrja allt í einu að kalla mig spilltan krakka sem búið er að heilaþvo af LOTR menningunni ? Það er ég sem hef haldið mig á málefnalegu nótunum og ekki hafið neinar persónuárásir eins og þú ert byrjaður á. Ég veit ekki betur en að það eina sem við vorum að gera var að rökræða um þetta mál og ég var meira að segja farinn að bera virðingu fyrir skoðunum þínum. Ég var meira að segja farinn að bera virðingu fyrir þér, þar til núna. En þá...

Re: Óskarstilnefningar 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Eftir að Andy hafði leikið á móti þeim Eljiah Wood og Sean Astin á alvöru tökustaðnum og svo atriðið tekið upp án hans var atriðið tekið upp í þriðja sinn. Já, hvert atriði var tekið upp þrisvar. Einu sinni með Andy, Elijah og Sean, einu sinni án Andy og svo enn einu sinni með Andy. Þetta þriðja skipti var hins vegar “motion capture”. En þetta var ekki bara neitt klukkustundar ferli þar sem að tölvukallarnir ætluðu að átta sig á hreyfingum Andy. Nei, allt atriðið var tekið upp aftur þar sem...

Re: Chicago (2002)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Moulin Rouge vs. Chicago ? Tja…. Var að sjá Chicago áðan og það verður nú að segjast að söguþráðurinn er miklu skemmtilegri og frumlegri en hjá Moulin Rouge sem var nú nánast bara þessi frekar týpíska ástarsaga a la Romeo og Júlía. Og styrkur Moulin Rouge var sennilega frábær söngur hjá Nicole Kidman og Ewan McGregor þó hann sé einnig mjög góður í Chicago. En annars eru þetta að mörgu leyti jafn góðar myndir. Frábær leikhópur í báðum myndum, stórflott dansatriði, húmorinn á sínum stað o.fl....

Re: Óskarstilnefningar 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
“Öll atriðin þar sem trjáplönturnar voru, voru léleg (forgrunnur og bakgrunnur báðir í fókus).” Er með myndina á SVCD (ég veit, eigi löglegt en ég mun hvort eð er kaupa myndina seinna) og ákvað að kíkja aðeins á þessi atriði og get bara engan veginn verið sammála þér. Og í sambandi við Gollum og Andy Serkis: Hvaða atriði er gáð að, þegar dæma skal um góðan leik ? Er það líkamsbygging leikarans ? Nei Er það andlit leikarans ? Nei Er það rödd og talsmáti ? Já Eru það hreyfingar leikarans ? Já...

Re: Óskarstilnefningar 2003

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Það sem mér finnst enn furðulegra er að myndin fær ekki tilnefningu fyrir bestu kvikmyndatöku. FOTR vann þau verðlaun í fyrra og ekki er hægt að segja að kvikmyndatakan hafi mikið breyst. Hún er betri ef eitthvað er í TTT. En það má víst ekki vinna tvö ár í röð hjá Akademíunni… Svo sýnist mér ekkert geta stöðvað Chicago og held ég að hún sé jafn pottþétt og A Beautiful Mind var í fyrra miðað við umtalið og tilnefningar. Hlakka til að sjá hana.

Re: SBS: Ritþjófur eða misskilinn snillingur?

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þetta er nú ekkert nýtt. Ég spurði herra SBS út í þetta í sambandi við Signs gagnrýni fyrir einhverjum mánuðum síðan. Sjá hér: http://www.hugi.is/kvikmyndir/bigboxes.php?box_id=49020 &action=cp_grein&cp_grein_id=1214 Hann neitaði að sjálfsögðu allri sök. Þess skal geta að ég hef alls ekkert persónulega á móti SBS og er oft sammála honum en mér finnst það einfaldlega ömurlegt að maður sem rekur þekktan kvikmyndavef og skrifar reglulega gagnrýni skuli komast upp með svona vinnubrögð. Dæmi í...

Re: Hvar er Éomer?

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Tja Eomer var jú foringi riddaranna og ef að hann er sendur í útlegð gildir það það sama um þá ef þeir eru hliðhollir honum. Auk þess vissi Eomer ekkert af því að Gandalfur og Co. væru á leiðinni að hreinsa burt Wormtongue frá Edoras og koma Théoden til lífsins á ný þannig að hann gat auðvitað ekkert vitað að stórorusta væri að fara byrja við Helm's Deep. Það sem hann því gerði var að taka hermennina sína og ráðast á þá Orka sem ráfandi voru um í Róhan og víðar.

Re: Hvar er Éomer?

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Elrond þú vert að verða þér algjörlega til skammar með hæpnasta málflutningi sem til er. Með fullri virðingu fyrir gífurlega öflugri skoðanakönnun sem þú gerðir hjá vinum þínum þá var það alltaf viss áhætta í sambandi við þessar myndir. Sérstaklega varðandi það að gera þær allar í einu. Þessi áhætta lýsir sér best í því að PJ og co. fóru í öll kvikmyndastúdíó í Bandaríkjunum eftir að Miramax hætti við og reyndi að fá peninga í verkefnið. Allir sögðu nei, nema síðasta fyrirtækið sem þeir...

Re: Hvar er Éomer?

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sko, það sem er augljóst að Peter Jackson langaði að gera var að auka aðeins dramatíkina og gera allan bardagann aðeins vonlausari með því að hafa fáa menn í virkinu auk þess sem meira er í húfi með konur og börn á sama stað. Og hlutverk Eomer var breytt á sama hátt og hlutverk Arwenar var breytt. Í staðinn fyrir að vera stöðugt að kynna til sögunnar ótal aukapersóna í myndinni ákvað Peter Jackson að nota frekar nokkrar aðalpersónur. Sem sagt í bókinni þá er það þannig að Gandalfur og...

Re: Legolas???

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Skv. Encyclopedia of Arda þá er ekki vitað hvenær hann fæddist og því er ekki vitað um aldur hans. En hann gæti þess vegna verið um 1000 ára.<br><br> ———————————– <a href="http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a

Re: TTT DVD

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
TTT: Theatrical Cut - sumar TTT: Extended Edition - Október/Nóvember<br><br> ———————————– <a href="http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a

Re: Ég á littla mús...

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég kannast við þetta en þá var þetta svona: Ég á litla mús hún heitir Fríða og seint í kvöld ætla ég henni að …… því að ég er herra Jón.<br><br> ———————————– <a href="http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a

Re: Skemmtileg mynd = góð mynd?

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Held nú að ég verði að vera ósammála flestum hérna. Jú vissulega þarf góð mynd ekki að vera skemmtileg enda er maður kannski ekki beint að leita sér að skemmtun við að horfa á myndir eins og Memento eða Godfather. En mynd sem manni finnst skemmtileg, er hún léleg? Þetta finnst mér bara rökvilla. Eru ekki góðar gamanmyndir góðar af því að þær eru skemmtilegar ? Ég er ekki beint að leita að góðum leik, frábæru handriti, stórkostlegri leikstjórn og myndatöku þegar ég horfi á mynd eins og Monty...

Re: Hringirnir

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Allt í lagi, fáum þetta á hreint. Það er villa hjá Amoni. Þegar Álfahringirnir voru smíðaðir fékk Gil-Galad (höfðingi Álfa þá) Vilya, Galadríel fékk Nenya og Círdan fékk Narya. Þetta gerðist á annarri öld. Svo deyr Gil-Galad í orustunni á Dagorlad. Þessi orusta er í upphafi FOTR myndarinnar og það sést meira að segja örlítið í Gil-Galad þar þó dauðasena hans hafi verið klippt út. Elrond fékk Vilya eftir það. Þegar Gandalfur kom til Middle Earth hitti hann Álfinn Círdan sem hélt til við The...

Re: Anglachel og Anguirel

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er það eina sem kom til mín.

Re: HM leikurinn URGHHH

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Dagur átti ekki góðan leik í dag en hann bjargaði okkur í gær. Og Roland var fínn í markinu. <br><br> ———————————– <a href="http://www.simnet.is/hringur">Íslenski Lord of the Rings vefurinn</a

Re: Tolkien safnið þitt

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Alltaf gaman að gera þetta aftur en ég ætla gera betur og nefna allt áþreifanlegt sem ég á sem tengist Tolkien Safnið mitt: Hobbit á ensku í tveimur útgáfum og íslenska útgáfan Lord of the Ring á íslensku og ensku The Silmarillion á íslensku Unfinished Tales á ensku Farmer Giles of Ham The Father Christmas Letters “So you think you know the Lord of the Rings”, spurningabók “Journeys of Frodo” kortabók Ævisaga Tolkiens The Hobbit á grammófónsplötum Realms of Tolkien, myndabók Lord of the...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok