Í sambandi við deilumál okkar, hvurslags þá var þetta nú þannig að ég vissi alveg að anor þýddi sól. Mér fannst bara undarlegt og finnst ennþá, af hverju Anor er með stórum staf í setningunni ef orðið þýðir bara sól. Líka, af hverju að vera blanda Álfaorði sérstaklega inn í setningu á Samtungunni þegar hægt er að segja bara “sun” eða “sól”. Þess vegna hlýtur einfaldlega að liggja eitthvað meira á bak við þetta en bara sól. Mér tekst þó ekkert að finna um þetta á Arda University eða neinsstaðar.