Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Sökkvum kárahnúkum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er eins og fólk átti sig ekki alveg á umfangsmiklum afleiðingum virkjunarinnar; Það er ekki bara verið að eyðileggja svæðið sem fer undir lónið. Það verður líka að leggja vegi, rafmagnslínur og undirgöng og þess háttar. Svæðið norðan Vatnajökuls mun því ekki vera eins stórkostlegt eins og það er í dag með sínum óendanlegu víðáttum og stórbrotnu náttúru. Fyrir utan það, að munur á flóði og fjöru í lóninu er um 60-70 metrar, og því mun að sjálfsögðu hefjast aur- og leirfok sem mun hafa...

Re: Mótmæli við Ráðhúsið !

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Að skila ekki hagnaði í þeim skilningi að skila ekki hagnaði: Ég benti aðallega að það væru líkur á að hún skilaði ekki hagnaði, og þær eru sko ekki eins fjarlægar og fólk virðist halda. Það þarf ekki mikið að klikka, og þá erum við ekkert í sérstaklega góðum málum fjárhagslega séð, búið að skuldbinda Reykvíkinga um 65 milljarða í framkvæmd sem er upp á annan hundrað milljarð króna. Má ég síðan minna á þessi heldur vafasömu fyrirtæki sem við munum skipta við; Alcoa á í fjárhagserfiðleikum og...

Re: Mótmæli við Ráðhúsið !

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Finnst fólki 400 ár vera góður endingartími? Fyrir framkvæmd sem líkur eru á að skili ekki einu sinni hagnaði, og mun eyðileggja ófyrirsjáanlega stórt, fallegt landsvæði, sem við erum að taka frá afkomendum okkar? Reyndar hef ég heyrt bæði hærri og lægri spár um endingartíma, en 400 ár er alls ekki bjartsýn spá. Og að fara í svona framkvæmd með þeirri von að það hljóti bara einhver einhversstaðar að finna upp einhverja risadælu sem pumpar öllum aurnum upp, hljómar ekki mjög sannfærandi. Hvað...

Re: Kárahnúka virkjun

í Tilveran fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já, allir mótmælendurnir halda að 101 sé miðpunktur alheimsins og það lengsta sem þeir hafa farið út á land, að þeirra sögn, er inn í Laugardalinn. Að sama skapi eru allir virkjunnarsinnar með íslenskukunnáttu og röksemdafærslu á við þriggja ára krakka, eða hvað? Opnaðu nú aðeins augun og hugsaðu út í það að stór hluti mótmælendanna, er ekki aðeins að mótmæla áhrifum virkjunnarinnar á náttúruna, heldur einnig fjárhagslegu hliðarinnar. Það er ekkert sjálfgefið að við munum fá einhverja...

Re: Fowler hættur við!!!

í Knattspyrna fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Draumurinn er að sjálfsögðu að hann komi aftur heim í Bítlaborgina. En hvar er Grindavík annars í þessu máli? Væru þeir ekki tilbúnir að punga út 400 milljónum eða svo?

Re: Málvernd til heiðurs Tolkien?

í Tolkien fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég verð nú að fá að leiðrétta þetta, þó að rúmur mánuður sé síðan þetta var skrifað: Eddu kvæðin eru enn lesin í bak og fyrir af okkur Íslendingum.

Re: Kárahnjúkar!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Já, það væri gott að smala þessum örfáu vesalingum upp í rútu til að sýna þeim þessa sandhrúgu sem verið er að fara að sökkva. Hún þyrfti ekki að vera stór, gott ef þú gætir ekki bara sloppið með að panta leigubíl handa þessu 101.-liði. Verst er þó þegar þetta lið, sem heldur víst að Kárahnjúkar sé hárgreiðslustofa, fer Austur og dulbýr sig sem austfirska mótmælendur, til að reyna að sverta ímynd þessa 120% Austfirðinga sem eru fylgjandi virkjuninni.

Re: Mótmæli við Ráðhúsið !

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
,,Lónið sem þarna myndast á frekar eftir að koma í veg fyrir sandfok frekar en hitt." Það verður amk 60 m munur á flóði og fjöru í lóninu. Sú á sem verið er að stífla, Jökulsá á Dal, er eins og nafnið gefur til kynna, jökulá og ber þar af leiðandi með sér tilheyrandi aurframburð og þess háttar. Það sem á síðan að gerast, er að aurinn þornar, fýkur og eyðileggur þannig stærra landsvæði. Einhvern veginn svona á þetta að gerast og endilega leiðréttið mig, en bara til að forðast leiðinda...

Re: Uppáhalds Bítlalögin mín

í Gullöldin fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Ég vissi það reyndar ekki en ég var bara að meina að hefði Led zeppelin tekið lagið og Page sólóið hefði það örugglega hljómað miklu betur :)

Re: Uppáhalds Bítlalögin mín

í Gullöldin fyrir 21 árum, 12 mánuðum
George Harrison var besti og vanmetnasti lagasmiður Bítlana og hann samdi flest af bestu lögum þeirra; Something, Old brown shoe, Here comes the sun og að sjálfsögðu While my guitar gently weeps, en mig hefur reyndar alltaf langað til að þaða lag hefði verið eftir Led zeppelin, þar sem Page hefði tekið sólóið. John Lennon á líka mörg góð lög, eins og Across the universe, A day in the life, in my life og you've got to hide your love away.

Re: besta hljómsveitin

í Gullöldin fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Led Zeppelin eða Uriah heep

Re: Virkjanir, álver

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Birting myndar af Dettifossi voru mistök sem búið er að leiðrétta bæði í fjölmiðlum og á Alþingi. Ég hef víst aldrei komið þangað þannig að ég veit ekki hvort ég ,,megi“ segja eitthvað um þetta, en það er eitt sem mig langar að spurja um varðandi þessa grein: Nú er stutt síðan ég kom seinast á Austfirði og ég skil alveg að það verður að gera eitthvað, bæði varðandi samgöngur og þorpin sjálf, svo dæmi séu tekin. En er þetta það eina sem okkur dettur í hug? Áhættusöm fjárfesting sem ekki er...

Re: Helvítis snjóleysi!!!

í Tilveran fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Við erum nú einu sinni á Íslandi. Hugsið út í þetta, það snjóaði meira í sumar heldur en er búið að snjóa í allan vetur. Sumarið var frekar kalt, jafnvel kaldara en það sem af er vetri. Það er einmitt það skemmtilega við Ísland; Þú veist aldrei hvernig veður er á morgun. Núna erum við að fara að halda jól, og grasið er ennþá að vaxa og ormar skríða á götunum eins og á vorin. Sem sagt græn jól, þó að það gæti að sjálfsögðu snögg kólnað á morgun og snjóað mikið eða orðið mjög kalt, hver veit?...

Re: Jólafár!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Það að segja að Íslendingar séu að taka upp þessar hátíðir er bara rugl. Þetta eru bara kaupmennirnir, bara að græða. Ég hef aldrei nokkurn tíman heyrt um fólk sem heldur uppá þessar hátíðir. En varðandi þessi miklu ,,Bandarísku áhrif“, ætli þau séu ekki aðallega vegna veru hersins? Gæti það ekki verið aðalástæðan? Það er hægt að fá sér Macdonalds eða horfa á allar þessar bíómyndir næstum allsstaðar í heiminum, en samt erum við alltaf kölluð ,,litla Ameríka” eða eitthvað álíka. Annars þá er...

Re: Fleira fólk!

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 1 mánuði
Skrýtið, þar sem það er flutt fólk inn til landsinds til að manna störf ,,sem við nennum ekki að vinna" og fá síðan greidd laun sem er óskiljanlegt að það geti lifað á. Atvinnuleysi Íslendinga eykst en samt höldum við áfram að flytja þetta inn, því fleiri sem koma, því fleiri Íslendingar verða atvinnulausir. Það eru ekki störf fyrir þau núna sést best í því að straumur þeirra hefur minnkað gríðarlega mikið á þessu ári miðað við árið í fyrra. Þurfum við þau virkilega? Auðvitað væri það...

Re: Mótmæli!

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þú veist kannski að það átti að virkja Gullfoss en það var barist hart gegn því, og þess vegna var hann ekki virkjaður? Gætir þú ýmindað þér ef hann hefði verið virkjaður? Hefur þú heyrt um Þjórsárver? Kárahnjúkavirkjun er alls ekki einu mistökin sem ,,við" erum að fara að gera.

Re: Mótmæli!

í Deiglan fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég myndi mæta ef ég væri ekki í skólanum. Þessi virkjun er til skammar fyrir okkur. Síðan eru það Þjórsárverin, hvað næst? Gullfoss?

Re: Snjóbretti á íslandi ?

í Bretti fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Það er ekki búið að hitna eins mikið að meðaltali hér á Íslandi eins og annars staðar. Svo stækkaði Vatnajökull á þessu og seinasta ári eftir að hafa minnkað seinustu árin (ef ég skildi þessa grein í mogganum í gær rétt). Þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur.

Re: Titus Bramble er auli

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nýyrði yfir lélega, ótrausta varnarmenn sem eru fífl er Xavier. Orðið er líka til sem sagnorð (að Xavierast). Þannig að þú getur sagt að Titus Bramble sé xavier og hann er alltaf að xavierast aftast í vörninni. Og síðan vonumst við að sjálfsögðu öll eftir því að Xavier fari til helvítis (aftur til Everton) og drepist þar. Xavieralaust England 2003!

Re: Við heimtum annað sætið!

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Loksins þegar möguleikinn er fyrir hendi að komast á stórmót þurfum við að hafa mann eins og Atla að stjórna liðinu. Ísland á EM - Atla burt.

Re: Lélegt í Laugardal, Ísland - Ungverjaland 0-2

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Burt með Atla, hann er alveg búinn að sýna það að hann hefur ekkert að gera þarna. Þessi leikur var hörmung hjá okkur frá upphafi til enda. Lárus Orri og Hemmi voru þó að standa sig í vörninni og Eiður að spila þokkalega. Brynjar Björn var endalaust að Xavierast þarna í bakverðinum og Ríkharður úti að aka. Hvar eru Tryggvi Guðmunds. eða Þórður Guðjónsson? Það er eins og Atli verði að velja lélega sóknarmenn sem fá ekki að spila með sínum liðum og eru í lélegri leikæfingu. Góð dæmi um það eru...

Re: Burst!!!

í Stórmót fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mér finnst þulir hér mjög góðir. Reyndar finnst mér Hörður Magnússon líka einn sá lélegasti, aðallega vegna þess að hann er alltaf gólandi í hvert skipti sem boltinn kemst inn í markteig.

Re: Burst!!!

í Stórmót fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Fyrir leikin spáði ég 6-0 fyrir Þjóðverjum, en ég bjóst reyndar við einhverri mótspyrnu. Þjóðverjar hefðu getað skorað miklu fleirri mörk á móti alveg hræðilegum Aröbum. Ég hef aldrei í lífi mínu séð jafn lélegan leik hjá einhverju liði eins og Arabarnir sýndu í dag. Þeir spiluðu einsog 7. flokkur Hattar. Dómgæslan var álíka slök, fullkomlega löglegt mark dæmt af, augljósu víti sleppt og síðan átti þetta að vera rautt í lokin. Mótið fer samt mjög vel af stað og ég get ekki sagt annað en að...

Re: Þetta fáum við út úr Schengen

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta sígaunaævintýri er búið að kosta um 2,5 milljónir króna og þeir voru bara 19. Í fyrra kostuðu svona ævintýri Norðmenn samtals 60 milljarða íslenskra króna. Tvö börn úr sígauna fjölskyldunni voru tekin af lögreglunni, annað fyrir að stela og hitt fyrir að betla. Þetta er sko það sem schengen færir okkur.

Re: Breytum um þjóðsöng!!

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Fyrst að svo fáir kunna hann væri þá ekki betra að kenna hann betur? Ég kann fyrstu tvö erindin þó að mér hafi bara verið kennt það fyrsta. Íslenski þjóðsöngurinn er einhver sá fallegasti þjóðsöngur sem til er, bæði textinn og lagið og að breyta um þjóðsöng væri algjörlega fáránlegt. Margir sem ekki eru kristnir hafa bent á ,,trúmismunun" í þjóðsöngnum, en fyrst að um 90% Íslendinga eru kristnir finnst mér það alls ekki nógu góð ástæða að breyta um þjóðsöng. Væri ekki betra að semja jafnvel...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok