Ég held að þú sért að misskilja mig. Það ætti ekki að sleppa neinu. Frekar ætti að auka allt um helming, bæði í magni og gæðum ef svo mætti að orði komast. Bóklega hliðin, og allt sem snýr að henni, er jafn mikilvæg og sú verklega. T.d. þarf að sitja 120 bóklega tíma en aðeins 5 verklega til að fá meirapróf. Og hvað áttu við með 50-50 spurningum? Ég skil þig þannig að 50-50 spurning sé gildruspurning. Mér finnst þær alveg eiga rétt á sér vegna þess að þær eiga það sameiginlegt með...