Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bruno Cirillo

í Manager leikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
En hvernig er hann í að varna mörkum? ;)

Re: Sunderland.

í Manager leikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
“Various managers around Iceland have been praising the storytelling ability of fellow manager pires. He is said to be one of the best managers in the world in telling stories of his saves.”

Re: Saga Cm.

í Manager leikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Glæsileg grein pires. Ég verð að vísu að játa það á mig að ég vissi ekki sumt af þessu en nú er ég allt annar og betri maður. Ég að vísu hef þá “afsökun” að ég byrjaði ekki að champa fyrr en þegar 97/98 kom út. Þvílík dásemd. Síðan hef ég verið fíkill. Yndislegt líf…..

Re: Fyrirliði?

í Manager leikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég fer yfirleitt aðallega eftir Influence og Teamwork. Það er heldur ekki slæmt að fyrirliði hafi mikið í Determination

Re: Stóra stundin er að koma....

í Bílar fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Já, ég hugsa að Corolla sé vænlegasti kosturinn, eyðir litlu og ódýrir varahlutir.

Re: DVD myndir í Elko

í Tilveran fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Cinemeccanica: Þú virðist vera smámunasamur og fullkomnunarsamur. Ég skil þig, ég er þannig líka. Og einhver hérna spurði hvort að þú ættir ekki að kunna dönsku (og er þá væntalega að skýrskota til dönskukennslu í íslenskum skólum), það kunna bara alls ekki allir dönsku. Reyndar kunna fæstir dönsku þó að flestir kunni eitthvað smá hrafnaspark í henni.

Re:

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég einmitt sá (eða réttara sagt heyrði, var ekki beinlínis að horfa á sjónvarpið) þetta áðan og ég hugsaði strax um Jay walking. Þegar ég sá þetta var það fyrsta sem ég hugsaði ekki það sama og þú samt sem áður. Það kom bara eitt orð upp í hugann á mér og það var “klippt”. Ég alla vega vona það innilega að það hafi tekið myndatökuliðið heilan dag að ná þessu efni og svo er auðvitað hægt að klippa þetta sundur og saman og útkoman er að þeir sem gátu svarað fóru í ruslið en þeir sem skitu á...

Re: Ástþór Magnússon: Forseti?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég held svei mér þá að lang frambærilegasti frambjóðandinn sé Baldur Ágústsson. Hann er ekki með eiginlegt skítkast heldur heldur hann sig á málefnalegu nótunum og virðist vita hvað hann ætlar sér sem forseti. Ég er líka mjög sammála honum varðandi það að forseta ber að vera óflokksbundinn og mér líst líka vel á að reyna að sporna við skuldasöfnun ungs fólks. Svo að ég komi inn á hina frambjóðendurna þá finnst mér Ástþór brandari frá A-Ö og ég vil ekki sjá að hann komist á Bessastaði. Nuff...

Re: $&%$&%$ Lag

í Tilveran fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er frekar vonlaust að hafa þetta lag því að yfirleitt þegar maður er í tölvunni er maður að hlusta á tónlist líka og þetta sora lag blandast tónlistinni á leiðinlegan hátt. Þar að auki kemur þetta alltaf þegar maður fer inn á forsíðuna. Mér krossbrá fyrst þegar ég heyrði þetta lag því að ég hef átt í smá basli með pop-up upp á síðkastið og ég hélt að þetta væri síðasta hálmstráið í að rústa fyrir mér ánægjunni af að vera á netinu en sem betur fer er þetta bara á hugi.is/forsida.

Re: Gallajakkar!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það sem MÉR finnst fáránlegast við gallajakka eru þeir sjálfir. MÉR hefur alltaf þótt þetta mjög hallærislegar flíkur.

Re: Hvað vantar mig?

í Hip hop fyrir 20 árum, 5 mánuðum
KRS-One - A retrospective KRS-One - Kristyles KRS-One - The mix tape Smif & Wessun - Dah shinin' Smif & Wessun - The rude awakening House of pain - Truth chrushed to the earth shall rise again Dr. Dre - 2001 Muggs - Muggs Presents the Soul Assassins, Chapter I Raekwon - Only Built 4 Cuban Linx Annars er ég ánægður með að sjá að þú eigir Bizarre Ride II The Pharcyde og Labcabincalifornia, snilldar diskar. En þig hins vegar vantar diska með Cypress hill, alla vega fyrstu þrjá.

Re: John Stockton

í Körfubolti fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Skemmtileg grein og mjög góð. Ég hef ekki fylgst með NBA í nokkuð mörg ár en þegar ég var inni í þessu öllu saman hélt ég með Utah Jazz og auðvitað voru Stockton og Malone í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Re: Atmosphere?

í Hip hop fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Atmosphere þýðir andrúmsloft eða gufuhvolf og ph er borið fram sem f.

Re: Streethokkí 2004

í Hokkí fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Götuhokký menningin er fámenn en góðmenn hérna í Hveragerði. Síðustu sumur hafa alltaf verið minnst tvö kvöld í viku tekin frá fyrir hokký og planið er að halda því áfram í sumar. Annars er yfirleitt hægt að smala einhverjum saman flest kvöld vikunnar þegar vel viðrar og spila. Við spilum yfirleitt á Kjörís planinu, það er svona lala en sleppur samt alveg. Svo var verið að malbika helling hjá nýju verslunarmiðstöðinni en það er enn verið að vinna í yfirborðsfrágangi (hellulagnir og slíkt)...

Re: Hvað eruði að hlusta á ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Benny Benassi - Satisfaction

Re: lotus

í Bílar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Níu millur væri fínt fyrir Esprit en myndin er af Elise og speccarnir passa einnig við Elise…

Re: Til sölu Prelude '95

í Bílar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hann er mjög nettur. Hvað er hann mörg hestöfl? Annars er ég sammála LT1, þetta verð er allt of hátt fyrir 9 ára gamlan bíl…

Re: Sýn+Ítalski

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það væri frábært á fá ítalska aftur á skjáinn! Forza Parma

Re: frægasta skip íslandsögurnar

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Baldvin Þorsteinsson er frægasta skip líðandi stundar, ekki Íslandssögunnar.

Re: smá spurning til kalla eins og JReykdal

í Tilveran fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Síminn er með menn í vinnu við að halda úti vefsíðum sínum. Ætli JReykdal sé ekki bara einn af þeim…?

Re: Gettu Betur

í Tilveran fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þetta er fínt svona. Það er ekkert gaman að horfa á spurningakeppni sem maður getur sjálfur ekki rassgat í.

Re: Klúbbar í London

í Djammið fyrir 20 árum, 8 mánuðum
The end er góður, flott tónlist en barinn er bara opinn til 3 vegna breskra laga held ég. Ég var þar þar síðasta föstudag og þá kostaði £13 inn.

Re: algjört met!!!

í Knattspyrna fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þetta með doktor Iglesias minnir mig á brandara: Gamall maður (segjum bara 87 ára ;) kemur til læknis í reglubundna skoðun. Þegar henni er lokið tilkynnir læknirinn gamla manninum það að hann virðist við hesta heilsu. Þá segir sá gamli lækninum að það bara hreinlega hljóti að vera því hann sé nýlega búinn að barna 25 ára gamla kærustu sína. Þá segir læknirinn: “Þetta minnir mig á sögu sem ég heyrði einu sinni. Þannig var að maður nokkur sem bjó í óbyggðum Alaska ætlaði að fá sér göngutúr. Í...

Re: Lagið í Og Vodafon auglýsingunni

í Popptónlist fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Er þetta ekki Are you gonna be my girl með Jet? Ég held það…

Re: VW GOLF GTI TURBO 20V

í Bílar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég hef ekki nokkra trú á að það sé rétt hjá þér…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok