Þarna kemur þú inn á mjög áhugaverðan punkt. Í tilhugalífi Íslendinga er í raun ekkert til sem heitir stefnumót. Fólk hrífst af hvort öðru og “hengur” saman þar til það fer saman á barinn, ball, partý eða annan sambærilegan atburð sem hentar til að “smella saman”. Það má í raun segja að Íslendingar fari ekki á eiginlegt stefnumót fyrr en eftir að það er orðið par, þ.e. út að borða, bío eða eitthvað í þá áttina.