Ég vil segja mína skoðun á Hugo Chaves. Hann er einn af fáum þjóðhöfðingjum heims sem ekki er með tunguna á bólakafi í óæðri enda Bush. Hann segir það sem þónokkur hluti heims hugsar og hann skammast sín ekkert fyrir það. Það er lofsvert. Hann hefur, að því er fréttir herma, gert góða hluti í heimalandi sínu og virðist vera á beinu brautinni með Venesúela. Það er lofsvert. Það sama átti að vísu við um Hitler fyrir Seinni heimsstyrjöld en ég vil þó ekki líkja þeim tveim saman að öðru leiti....