Af hverju segirðu það? Heimurinn er eins og hann er. Það skiptir engu máli hvað gerist, hann mun halda sínu striki. Hann getur brugðist öllu mögulegu, jafnvel mannskepnan getur ekki haft nein alvarleg áhrif á hann. Og ef hann fer úr jafnvægi, hlýtur að myndast nýtt jafnvægi, svona eins og þegar lítill samanþjappaður massi skyndilega springur! “BÚMM” og sólkerfi, vetrarbrautir og plánetur myndast. Ef heimur mannanna fer úr jafnvægi, þá annað hvort myndast annað jafnvægi eða við deyjum út,...