Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Popcorn
Popcorn Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
362 stig

Re: IGNORANCE IS BLISS EÐA HVAÐ?!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
En er ekki líka mikilvægt að koma þrælahaldaranum í skilning um að hann sé að gera rangt, jafnvel svipta hann valdi ef þess krefur? Því hvaða raunverulega gagn hefur kúgaður einstaklingur að vita um hlutskipti sitt þegar viðkomandi getur ekkert gert í málinu?

Re: Sambandi við könnunina Getur heimurinn....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
En kannski eru stríð og plágur einmitt liður í fullkomnum heimsins. Bæði koma í veg fyrir að mannkyninu fjölgi of mikið, og koma þannig á jafnvægi milli manna og annarra lífvera.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Værir þú þá ekki til í að fræða okkur steinaldarmennina aðeins? Ég sé ekki betur en þú hafir sagt einmitt það ég var að segja með greininni minni. Svokallaður “punktur” hefur að sjálfsögðu ekki neina stærð, hann er staðsetning, eða kannski væri betra að kalla það hnit. En til að búa til hring, í einhverjum öðrum skilningi en stærðfræðilegum, þarf “punktur” að hafa stærð, vera ein lítil efnisögn sem hægt er að raða saman í eitthvað sem lítur út eins og hringur. PS: ég er hvorki í menntaskóla...

Re: Samræmd próf

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
tja, ég hef nú haldist edrú síðastliðin sextán ár og veit ekki betur en að ég hafi haft gaman að lífinu svona öðru hvoru. En það er þá bara blekking, ekki satt?

Re: Samræmd próf

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Bölvaðar fyllibyttur eruð þið! Ég ætla heim að læra aukastafi úr pí!

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
hmm, ertu þá að meina að líðandinn sé sá tímapunktur sem hringferillin er á hverju sinni? En ég skil ekki alveg hvað hraði hefur að gera með þetta, það á ekki að skipta máli hversu hratt hringurinn er farinn?

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
FJANIDNN SÁLFUR, það vantaði neðan á síðasta svar hjá mér. Ég held það stafi af því að ég reyndi að nota &lt; merki, x=6 y = sqrt(25-36) y = sqrt(-11) &lt;—- úps :( Þetta er í raun bara það sama og þú varst að segja hvort sem er.

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það er einfalt: líðandinn hlýtur að vera x. Jafnan hefur þann eiginleika að hægt er að reikna út nákvæma staðsetningu á punkti í hringnum, sama hvar hann er. ef ég gef x gildið 3 og fer 3 reiti áfram um x-ásinn, þá þarf ég að finna út y til að fara upp um y-ásinn. y²+x²=r². til að finna út y einangra ég það úr jöfnunni (smá algebra) þannig að y = sqrt(r²-x²) r = 5, þannig að y = sqrt(25-9) = sqrt(16) = 4 y = 4 punkturinn (3, 4) er því í hringnum og á FULLOMLEGA réttum stað. Þetta er í sjálfu...

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þakka fyrir skemmtilegt svar! Alveg rétt hjá þér, ef rúnm hefur minnstu mögulegur einingu er útséð um hringinn. Þetta fékk mig til að hugsa: skv almennu afstæðiskenningunni eru tími og rúm samfelld (fékk mig eiginlega til að viðurkenna tilvist tímans). Þýddi þetta að tími hefði líka minnstu mögulegu einingu? Hafa þá hreyfingar ákveðið fps? :)

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hvernig myndarðu sveigða línu? og af hverju tveir punktar frekar en 3 eða 4 eða 20 milljón þúsund? Málið er, held ég, að sveigð lína hljóti að takmarkast við punktastærð. Það er því aldrei hægt að teikna grafið rétt þar sem alltaf þarf námunda að einhverju leiti.

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Æ, það vantaði víst eitthvað smá neðan á þessa grein, þetta á að koma neðst: “og reikna síðan út y fæ ég hnit sem passa öll NÁKVÆMLEGA á réttan stað í hringinn minn. Það þarf því engann að undra að grafið fyrir Pýþargorasarreglu er hringur. En hvað eru eiginlega margar tölur milli -5 og 5? Niðurstaðan er sú að hringir séu mögulegir, en aðeins óhlutbundir hringir. En hvað með spírala? Eru þeir eitthvað frábrugðnir? Hringlaga spírall y²+x²-x=r² Þetta er mín lausn á vandamálinu, radíusinn bætir...

Re: o

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Æ, einfaldur misreikningur, fæddist hann ekki 569 f.kr?

Re: Sambandi við könnunina Getur heimurinn....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Af hverju segirðu það? Heimurinn er eins og hann er. Það skiptir engu máli hvað gerist, hann mun halda sínu striki. Hann getur brugðist öllu mögulegu, jafnvel mannskepnan getur ekki haft nein alvarleg áhrif á hann. Og ef hann fer úr jafnvægi, hlýtur að myndast nýtt jafnvægi, svona eins og þegar lítill samanþjappaður massi skyndilega springur! “BÚMM” og sólkerfi, vetrarbrautir og plánetur myndast. Ef heimur mannanna fer úr jafnvægi, þá annað hvort myndast annað jafnvægi eða við deyjum út,...

Re: Smá spurning

í Forritun fyrir 22 árum, 7 mánuðum
*ahem* ekki veit ég betur en að gcc (gnu compiler collection) sé bara þónokkuð öflugur compiler og ókeypis að auki. með fylgja compilerar fyrir c, c++, java, fortran og fleiri.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Hverjum var það að kenna?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég ætla aðeins að pirra þig: Maðurinn + glasið = slysið 1+2=3 en ástæðan fyrir að glasið var þarna er að maðurinn setti það þangað, svo glasið = maðurinn + borðið x = 2 + y ef við gefum okkur að borð = 4 þá y = 4 og x = 6 6 + 2 = slys. en borðið var ástæðan fyrir að glasið VAR þarna ennþá: 6 + 2 = slys + borð 6 + 2 = x + 4 og, úps, slysið jafngildir borðinu, slys = borð, 4 = 4 hverjum var þetta ÞÁ að kenna? :)

Re: IGNORANCE IS BLISS EÐA HVAÐ?!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hver er ástæðan fyrir ástandinu? {Reiði, öfund, fáfræði? Hræðsla, hatur, ágirnd? } Karlmenn sem kúga konur, eru þeir einfaldlega illskan uppmáluð? Ef svo er hlyti þá eina ráðið að vera að láta hart mæta hörðu. En ég á bágt með að trúa því að svona stórt hlutfall manneskja sé einfaldlega vont fólk, jafnvel þótt það séu karlmenn. En eru það örugglega ALLIR karlmenn sem fara illa með konur á þessu svæði? Það hlýtur nú að vera þónokkuð algengt því það hefur frést af þessu alla leið hingað. Svo...

Re: Könnun: Maðurinn & Heimurinn.

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
OK, ég viðurkenni að hafa séð þetta í lifandi vísindum, svo það þarf ekkert að standast. Svo var þetta meira bara tilgáta, frekar en kenning. En tilgáta var það samt.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Starf?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þú getur sagt öðru fólki að það viti ekki neitt. Og ef þér tekst að sannfæra það ertu orðinn góður heimspekikennari. Ef þér er BORGAÐ fyrir að gera það er ertu kominn með starf og VOILÁ! Vær so god! PS: Ég komst sjálfur að ég veit ekki neitt. :-/<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Heimurinn versnandi fer...

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Heiminum er sama um þig. Heiminum er sama um mig. Heiminum er sama um okkur öll. Og ein vesæl dýrategund að nafni homo sapiens er einfaldelega ekki fær um að breyta heiminum, hvorki til hins betra né hins verra. Annars skaltu endurskilgreina “heim” og “versnandi” heimurinn “minn” fer td batnandi í augnablikinu, það gæti hins vegar breyst á morgun. :-}<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Svartsýnir hugaheimspekingar!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Málið er líka það að það vantaði möguleika. Eini möguleikinn sem bauð upp á það að heimurinn breyttist ekki neitt var slæmur. Ég hefði sjálfur valið að hann væri hvorki fær um að vera slæmur né góður og það breytist ekki neitt.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Sambandi við könnunina Getur heimurinn....

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
En.. heimurinn er fullkominn! Svo a hann getur varla orðið fullomNARI, ekki satt? <br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Kannanir

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
rétt hjá þér! ég er í líka stökustu vandræðum með að svara núverandi könnun. Hmm, ef ég á eftir að gera eitthvað, þá á ég það eftir, sem hlýtur því líka þýtt að ég geri það aldrei. Þal er já svarið þar sem ég Á EFTIR að svara henni neitandi, sem ég vitaskuld mun aldrei gera… breytit því ekki að þetta er leiðinleg könnun.<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Óendaleiki

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
fjandinn, þetta kom vitlaust út, reyni aftur! &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;oo &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;____ &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;|&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;| x = |&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;| (1/n) &nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;n=1<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Óendaleiki

í Heimspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
1 deilt með n endalaust: oo ____ x = 1 | | (1/n) | | n = 1 (óendanlegt margfeldi 1 og 1/n) jú, óendanleikinn er vissulega til innan stærðfræðinnar. en ég leyfi mér að efast um hann að öðru leyti. ef til VÆRI óendanlega lítil stærð, væru þá ekki fullkomnir hringir mögulegit og þal PI EKKi óræð tala?<br><br>“Allar reglur hafa undantekningar nema þessi!”

Re: Tölvur

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
01110011 00000000 01101011 01110101 01100000 01101101 00001001 01110011 00000000 01101011 01110101 01100000 01101101 00011111 01100100 01110001 00011111 01101011 01101000 01100101 00011111 01101100 01101000 01110011 01110011 00011111 01101110 01100110 00011111 01101011 01101000 01100101 00011111 01101100 01101000 01110011 01110011 00011111 01100100 01110001 00011111 01110011 01101110 01101011 01110101 01100000 00001001 01110011 01110101 01101000 01110100 01101101 01100011 01100000 01110001...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok